Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 15
Fimm sögur í þrengsta skilningi get ég samt ef til vill svarað fyrirspurn ykkar og ég geri það meira að segja með mikilli ánægju. Það fyrsta sem ég lærði var að taka í höndina á fólki; handaband vitnar um hreinskilni. Núna, á hátindi ferils míns, get ég líka látið hreinskilnisleg orð fylgja fyrsta handtakinu. Þau munu samt ekki færa Akademíunni neinn mikilvægan nýjan fróðleik og eru miklu lítilfjörlegri en það sem ætlast er til af mér og mér er ógerningur að segja, þrátt fyrir góðan vilja — eigi að síður eiga þau að gefa til kynna hvaða leið fyrrverandi api hlaut að fara til að komast inn í veröld mannsins og taka sér þar bólfestu. Samt ætti ég ekki einu sinni að segja frá þeim smámunum sem hér fara á eftir ef ég væri ekki alveg viss í minni sök og ef staða mín á stærstu fjölleikasviðum hins siðmenntaða heims væri ekki orðin óhagganleg: Eg er ættaður af Gullströndinni. Um það hvernig ég var handsam- aður verð ég að styðjast við skýrslur annarra. Veiðimenn úr leiðangri Hagenbeck-fyrirtækisins — síðan hef ég reyndar tæmt marga góða rauðvínsflöskuna með foringjanum — lágu í leyni í kjarrinu við bakkann kvöld eitt þegar ég hljóp í stórum hópi til vatnsbólsins. Það var skotið á okkur; ég var sá eini sem varð fyrir skoti; mig hæfðu tvö skot. Annað fékk ég í vangann; það var laust en skildi samt eftir sig stórt, hárlaust, rautt ör sem varð til þess að ég hlaut nafnið Rauði- Pétur, andstyggilega og gjörsamlega óviðeigandi nafngift sem enginn nema einhver api hefði látið sér detta í hug, rétt eins og eini munurinn á mér og tömdu apaskepnunni Pétri, sem kunnur var hér og þar og geispaði golunni nýverið, væri sá að ég hefði rauðan blett á kinninni. Þetta var útúrdúr. Hitt skotið hæfði mig neðan við mjöðmina. Þetta var hörkuskot og það á sök á því að ég er ennþá dálítið haltur. Fyrir skömmu las ég grein eftir einhvern þeirra tíuþúsund grasasna sem þvaðra um mig í blöðunum: ekki hafi enn tekist að bæla niður apaeðli mitt að fullu; þetta sannist á því að ég fari með ánægju úr buxunum þegar gestir koma til þess að sýna hvar þetta skot hljóp í mig. Réttast væri að fingur þeirrar handar, sem skrifaði þetta, væru skotnir af einn og einn í senn. Eg hlýt að mega fara úr buxunum fyrir hvern sem mér sýnist; þar er ekkert að sjá nema vel hirtan loðfeld og örið eftir — í ákveðnum tilgangi skulum við velja hér ákveðið orð sem samt má 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.