Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 69
Rauðhetta í munnlegri geymd
sækjast eftir heldur líf hans. Dauði hans er meira að segja gerður að
fyrirmynd:
Svo leggst hann niður, augun á oss stara
úr hans gini streymir blóðið rauða
kveinkar sér aldrei, engra leitar svara
augunum lokar, hljóður bíður dauða.
(Alfred de Vigny: Dauði úlfsins)
Ulfurinn er félagsvera sem lifir í hóp og það er einsemdin og hungrið
sem gerir hann grimman. „Enginn úlfur etur upp annan“ og „svengd
kennir vargi að sækja bráð“ segja máltækin. En engu að síður er hann og
verður villidýr og kjötæta. „Illt er kyn í úlfi hverjum", „úlfur breytir
hárum en ei háttum“. „Fá villidýr hafa verið okkur jafnnákomin og
jafnhötuð og úlfurinn og því hefur skapast um hann fjöldi máltækja,“
skrifar Estienne Pasquier. Það er tvöfeldni hans og fals sem gera hann
svo líkan manninum enda eru þeim síðarnefnda líka eignuð sams konar
hamskipti, sbr. hinar algengu sögur af varúlfum, körlum og konum sem
á nóttunni breytast í úlfa og leggja af stað í veiðiferð, gleypa þá alla sem á
vegi þeirra verða, dýr og menn. Og án þess að fara útí smáatriði í
goðsögnum um úlfa má nefna að á vissum dögum ársins hafa menn
gjarnan klætt sig í gervi þeirra. Þekktur er Græni úlfurinn í Jumiéges og
kjötkveðjuhátíðirnar þar sem úlfsgervið er afar vinsælt og svo algengt að
svarta hálfgríman sem notuð er á grímuböllum yfirstéttarinnar heitir á
frönsku „loup“.
Þessar andstæður og hliðstæður í eðli úlfs og manns ákvarða stöðu
hans sem óvinar, jafnvel innri óvinar mannsins, (er ekki oft úlfur í eigin
fé?) Um leið sýna þær okkur eins og í spegli miskunnarleysið í mann-
legum samskiptum yfirleitt — er ekki maðurinn varga verstur? En fyrir
litlu stúlkunni er úlfurinn fyrst og fremst sá „óvinur“ sem lætur hana
horfast í augu við sjálfa sig, sitt rétta eðli, hlutverk sitt sem konu. Hann
tekur hönd hennar og vísar veginn og hún lætur leiðast, ekki sem
fórnarlamb — hún samþykkir, hún er bara fávís — heldur eins og
unnusta sem í blindni gengur örlögum sínum á vald og skref fyrir skref
uppgötvar hlutskipti sitt í lífinu. Fyrst koma títuprjónarnir, þá kjötkáss-
an og loks rúmið. Þessi örlög sem eru mótuð af honum og birtast hér í
allri sinni grimmd gera konur að keppinautum, reka þær til að rífa hver
aðra í sig og stefna þeim að lokum í gin úlfsins.
299
L