Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 8
Tímarit Máls og menningar
jafnaði ráð fyrir að það sem gerist eigi sér orsakir og hefði ekki gerst á annan
hátt nema orsakirnar hefðu verið öðruvísi. Þetta á líka við það sem fólk gerir. Ef
óvenjulega margt fólk tekur upp á því að flytjast úr landi, eignast börn, kjósa
Sjálfstæðisflokkinn eða gera byltingu, þá gerum við ráð fyrir að það stafi af
orsökum. f>að sem við köllum orsakir þessarar hegðunar (efnahagskreppa,
velsæld, óvinsældir ríkisstjórnar, kornskortur) eru líka fyrirbrigði sem eiga sér
orsakir sem aftur eiga sér orsakir og svo koll af kolli svo lengi sem við getum
hugsað. Eina rökrétta niðurstaða þessa hugsanaferils væri sú að heiminum hefði
verið mörkuð rás í upphafi og þaðan í frá yrði engu breytt. En þrátt fyrir þetta
erum við alltaf að hugsa okkur um hvað við eigum að gera. Við reynum að gera
okkur grein fyrir hvaða afleiðingar gerðir okkar muni hafa og tökum svo
ákvarðanir í samræmi við það. f*á högum við okkur rétt eins og við vitum ekki
að okkar ákvarðanir hljóta að vera bundnar orsökum eins og annarra. Sömu-
leiðis metum við gerðir annarra þeim til lofs eða lasts án þess að hugsa út í að
góð verk og ill séu afleiðingar af erfðavísum og félagsaðstæðum.
Eg hef aldrei heyrt neina sannfærandi lausn á þessari þversögn, þótt lengi og
mikið hafi verið pælt í henni. Ég fæ ekki heldur séð hvernig við eigum að
komast hjá því að búa með henni. Hvort tveggja er okkur jafnnauðsynlegt, að
leitast við að skilja heiminn með hugtökum orsaka og afleiðinga og að hugsa
okkur manninn frjálsan að taka ákvarðanir. Það er alveg út í hött að króa Karl
Marx af einan og ætlast til þess að hann feti leið framhjá þessari þversögn
mannlegrar hugsunar.
Þetta er samt varla mesta misgerð Auðar við Marx, heldur hin, að hún virðist
ætlast til að kenningar um þjóðfélagsmál séu einhvers konar forskrift eða
leiðarvísir um þjóðfélagsþróun, eitthvað sem hægt sé að fylgja skilningslaust.
Við eigum að geta flett upp í Auðmagninu til þess að komast að því hvort betra
sé að nota hundrað ár af kapítalisma og sterk verkalýðsfélög eða kommúnista-
flokk + eitt búnt af hugsandi menntamönnum til þess að fá út byltingu. Það
getur vel verið að Marx hafi sjálfur hugsað sér kenningar sínar nothæfar á
þennan hátt; menn voru skammt komnir að reyna takmarkanir félagsvísinda á
hans dögum. En það skiptir okkur ekki mestu máli nú, heldur hitt að kenningar
Marx eru frjósamar ef við reynum að nota þær til að hjálpa okkur að hugsa
skynsamlega um þjóðfélagsmál, ekki til að spara okkur það.
Til glöggvunar má kannski skipta arfi Marx í tvennt, þótt vel beri að merkja
að annar hlutinn stenst varla nema að litlu leyti án hins. Annars vegar er
hugtakakerfi um þjóðfélagsmál, fjöldi hugtaka sem getur hjálpað okkur að
greina þjóðfélög til betri skilnings en ella. Hins vegar eru hugmyndir um
mögulega þjóðfélagsfrróun. Þar á meðal eru þær hugmyndir sem Auður etur
hverri gegn annarri. Þær eru allar gagnlegar ef við notum þær til að kanna hve
vel þær virðast eiga við þau þjóðfélög sem við erum að forvitnast um hverju
sinni og beitum aðeins þeim sem orka trúlegar samkvæmt skilningi okkar og
innsýn í þjóðfélagsmál og mannlegt eðli. Það er eðlilegt að þeir sem eiga
238