Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar
En kakan ? Hver borðaði kökuna?
Þessi sposka spurning kviknar gjarnan hjá krökkunum þegar þar er
komið sögu að bæði Rauðhetta og amman hafa verið étnar. Eins og við
munum fór Rauðhetta ekki tómhent til ömmu sinnar heldur með
girnilega köku í farangrinum. I þeim gerðum sem hér um ræðir kemur
ýmis álíka varningur í staðinn fyrir köku Perraults og smjörkrukku, s. s.
„bætt brauð“ þar sem brauðdeigið er aukið sykri, smjöri og eggjum og
bakað yst í ofninum um leið og matarbrauðið. Það kallast „pompe“ í
Velay, „éporgne" í Nivernais og „fouace“ í Olpunum. Þessu kaffibrauði
fylgir yfirleitt einhver mjólkurvara, rjómakrukka í Nivernais, héraðsost-
urinn „tomrne" í Olpunum, „fromazean" í Velay. Stöku sinnum er
þriðja sortin með, í Olpunum t. d. lítil krukka með hunangi eða tvö egg.
I Indre eru gjafirnar rausnarlegastar:
Un pain, un levain, un raisin
et une pomme dans ton sein
(Eitt brauð, einn gerbiti, eitt vínber
og eitt epli í barm þinn)
Alltaf er litla stúlkan látin færa ömmunni mat. Móðirin tekur til
sendinguna: „Mamma hennar hafði bakað kökur“ og það er hún sem
biður dótturina að fara með þær til ömmu sinnar. I Nivernais gerði
„móðirin köku í hvert skipti sem hún bakaði og sagði við dóttur sína, þú
skalt fara með kökuna til ömmu þinnar". I Hautes-Alpes er það verk
litlu stúlkunnar að færa ömmu sinni kvöldmat en hún býr í Fonténil
(öðru þorpi í sömu sókn). Erindi stúlkunnar er afar venjulegt og
hversdagslegt, í þorpssamfélaginu eru krakkarnir yfirleitt látnir færa
gamla fólkinu kvöldmatinn og bera aðrar matarsendingar milli húsa, svo
sem hið „blessaða brauð“. I þessu ferli eru persónurnar því þrjár: sú sem
gefur — sú sem flytur á milli — sú sem tekur við. Þar sem börnin annast
flutningana ætti munstrið í okkar sögum að vera: sú sem tekur til matinn
(gefur): móðirin; sú sem flytur (ber): litla stúlkan; sú sem tekur við
(borðar): amman. En amman fær bara aldrei kvöldmatinn sinn, svo
skrítið sem það er, hann dettur einhvern veginn úr sögunni og það er því
með fullum rétti sem barnungarnir spyrja: „Hvert fór kakan? Hvað varð
um smjörkrukkuna?“
Georges Dumézil hefur sett fram kenningu um uppruna sögunnar
X
300