Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar
mennskan nemanda finnur enginn mennskur kennari á allri jarð-
kringlunni. Pegar tappinn hafði verið dreginn úr flöskunni, lyfti
hann henni að munninum; augnaráð mitt fylgdist með allt ofan í
kverkar hans; hann kinkar kolli, ánægður með mig, og ber flöskuna
að vörum sér. Eg er frá mér numinn yfir skilningnum sem smám
saman rennur upp fyrir mér og klóra mér skrækjandi langsum og
þversum á viðeigandi stöðum. Hann verður glaður við, hallar flösk-
unni og fær sér teyg; fullur óþolinmæði og örvæntingar vil ég ólmur
leika þetta eftir honum og við það útata ég mig allan í búrinu, en það
veldur honum að nýju mikilli ánægju; hann heldur nú flöskunni frá
sér með beinum handlegg og sveiflar henni síðan aftur upp á við,
hallar sér aftur á bak og tæmir hana í einum teyg með ýktum
kennslutilburðum. Eg er örmagna af ofurlöngun, get ekki lengur
fylgst með og hangi máttvana í rimlunum meðan hann lýkur fræði-
legri kennslu sinni með því að strjúka vömb sína og glotta.
Nú fyrst hefst hin verklega þjálfun. Er ég ekki þegar orðinn alltof
örmagna eftir fræðilegu kennsluna? Vissulega, alltof örmagna. Orlög
mín haga því svona. Eigi að síður gríp ég eins hraustlega og ég get til
flöskunnar sem rétt er í átt til mín; dreg tappann úr henni titrandi;
þegar það heppnast vex mér smám saman afl að nýju; ég lyfti
flöskunni með tilburðum sem varla er hægt að greina að séu öðruvísi
en fyrirmyndin; ber hana að munninum og — og kasta henni frá mér
með viðbjóði, með viðbjóði þó að hún sé tóm og aðeins lyktin eftir í
henni, kasta henni í gólfið með viðbjóði. Þetta veldur kennara
mínum sorg og sjálfum mér þó miklu fremur; það er hvorki honum
né sjálfum mér huggun þótt ég gleymi ekki að strjúka rækilega á mér
vömbina og glotta við tönn eftir að hafa kastað flöskunni frá mér.
Alltof oft fór kennslan á þennan veg. Og kennara mínum til hróss
verð ég að geta þess að hann var mér ekki reiður; að vísu hélt hann
stundum pípuglóðinni að feldi mínum uns einhvers staðar byrjaði að
sviðna á stað sem ég átti erfitt með að ná til en þá slökkti hann það
aftur sjálfur með sinni heljarstóru líknarhendi; hann var mér ekki
reiður, honum var ljóst að við börðumst sameiginlega gegn apaeðlinu
og að mitt hlutverk var erfiðara en hans.
Hvílíkur sigur var það því ekki fyrir hann ekki síður en mig þegar
ég kvöld nokkurt frammi fyrir stórum áhorfendahópi — ef til vill var
þetta hátíð, það var spilað á grammófón, einhver liðsforingi gekk um
250