Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 20
Tímarit Máls og menningar mennskan nemanda finnur enginn mennskur kennari á allri jarð- kringlunni. Pegar tappinn hafði verið dreginn úr flöskunni, lyfti hann henni að munninum; augnaráð mitt fylgdist með allt ofan í kverkar hans; hann kinkar kolli, ánægður með mig, og ber flöskuna að vörum sér. Eg er frá mér numinn yfir skilningnum sem smám saman rennur upp fyrir mér og klóra mér skrækjandi langsum og þversum á viðeigandi stöðum. Hann verður glaður við, hallar flösk- unni og fær sér teyg; fullur óþolinmæði og örvæntingar vil ég ólmur leika þetta eftir honum og við það útata ég mig allan í búrinu, en það veldur honum að nýju mikilli ánægju; hann heldur nú flöskunni frá sér með beinum handlegg og sveiflar henni síðan aftur upp á við, hallar sér aftur á bak og tæmir hana í einum teyg með ýktum kennslutilburðum. Eg er örmagna af ofurlöngun, get ekki lengur fylgst með og hangi máttvana í rimlunum meðan hann lýkur fræði- legri kennslu sinni með því að strjúka vömb sína og glotta. Nú fyrst hefst hin verklega þjálfun. Er ég ekki þegar orðinn alltof örmagna eftir fræðilegu kennsluna? Vissulega, alltof örmagna. Orlög mín haga því svona. Eigi að síður gríp ég eins hraustlega og ég get til flöskunnar sem rétt er í átt til mín; dreg tappann úr henni titrandi; þegar það heppnast vex mér smám saman afl að nýju; ég lyfti flöskunni með tilburðum sem varla er hægt að greina að séu öðruvísi en fyrirmyndin; ber hana að munninum og — og kasta henni frá mér með viðbjóði, með viðbjóði þó að hún sé tóm og aðeins lyktin eftir í henni, kasta henni í gólfið með viðbjóði. Þetta veldur kennara mínum sorg og sjálfum mér þó miklu fremur; það er hvorki honum né sjálfum mér huggun þótt ég gleymi ekki að strjúka rækilega á mér vömbina og glotta við tönn eftir að hafa kastað flöskunni frá mér. Alltof oft fór kennslan á þennan veg. Og kennara mínum til hróss verð ég að geta þess að hann var mér ekki reiður; að vísu hélt hann stundum pípuglóðinni að feldi mínum uns einhvers staðar byrjaði að sviðna á stað sem ég átti erfitt með að ná til en þá slökkti hann það aftur sjálfur með sinni heljarstóru líknarhendi; hann var mér ekki reiður, honum var ljóst að við börðumst sameiginlega gegn apaeðlinu og að mitt hlutverk var erfiðara en hans. Hvílíkur sigur var það því ekki fyrir hann ekki síður en mig þegar ég kvöld nokkurt frammi fyrir stórum áhorfendahópi — ef til vill var þetta hátíð, það var spilað á grammófón, einhver liðsforingi gekk um 250
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.