Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 98
Tímarit Máls og menningar
veruleika og fengist við hann. Saussure var sjálfur á þeirri skoðun að
táknmiðið ætti að standa ofar táknmyndinni; tákneðlisfræðin snýr þessu
við:
Saussure: Tákneðlisfræðin:
í táknmið \ f táknmynd \
V táknmynd/ V táknmið J
Þessi framsetning hefur stundum leitt til afbökunar á aðferðum formgerð-
arstefnunnar í þematískri greiningu og greiningu á frásagnargerð. Menn
hafa sett vandamálin þannig fram að höfundar texta hafi valið sér mið, efni
úr umheiminum, sem textinn birti mynd af, og hlutverk okkar sem lesenda
sé þá að finna aftur þetta mið. Ferlislíkanið hefur einmitt oft verið notað á
þennan hátt, en eins og við munum sjá síðar, verður einnig að skilja það og
lesa sem tákn.
Eftir er að svara spurningum sem koma upp frammi fyrir því fyrirbæri að
eitt og sama inntak eða mið getur birst í mörgum ólíkum myndum án þess
að hægt sé að skera úr um hvort ein sé réttari en önnur — þær geta allar verið
virkar. Ennþá erfiðara hefur verið að skýra hvernig ein mynd getur haft
mismunandi mið.
Enn getum við tekið Persónur og leikendur sem dæmi. Líkanið af ferli
textans skýrir auðvitað með einhverjum hætti hreyfingu textans, hreyfiafl
hans. En þetta mynstur er hægt að lesa á ýmsan hátt: sem draum okkar allra
um að öðlast það sem höfundurinn býr yfir: vitneskju; sem leit ungs manns
að sjálfsvitund; sem þroskasögu frá bernsku til fullorðinsára; sem aldarfars-
lýsingu: Island frá 1947 til dagsins í dag; haldið sjálf áfram.
Lesendur lesa sína eigin ævisögu í mál textans, og það geta jafnvel mjög
ólíkir lesendur gert við flesta texta. Hvernig væri þetta hægt ef textinn væri
einræð mynd eins táknmiðs?
Tákneðlisfræðin leitar skýringar á margræði textans með því að tengja
sálgreiningu4 við textagreininguna, með því að samþætta kenningu um
einstaklinginn sem geranda við kenningu um skáldskapinn. Þegar ólíkir
lesendur, mismunandi einstaklingar geta lesið (séð) sjálfa sig með hreyfiafli
textans, þá er það vegna þess að textinn er tákn, það er að segja mynd af
grundvallarmynstri sem er til í hverjum einstaklingi. Sálgreiningin hefur
sýnt okkur að einstaklingurinn er ekki óbreytanleg stærð, sem myndast í
eitt skipti fyrir öll, heldur eitthvað sem myndast aftur og aftur. Hann getur
t. d. brotnað niður vegna taugaveiklunar eða geðveiki (og líka í skáld-
328