Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 23
Áhyggjur húsbóndans
Sumir segja að orðið Odradek sé af slavneskum uppruna og þeir
reyna að sýna fram á myndun orðsins á þeim grundvelli. Aðrir eru
hins vegar þeirrar skoðunar að það sé af þýskum uppruna, það hafi
einungis orðið fyrir slavneskum áhrifum. En vegna óvissu beggja
skýringa er líklega með réttu hægt að álykta að hvorug þeirra eigi við,
enda er með hvorugri hægt að finna merkingu í orðinu.
Að sjálfsögðu myndi enginn fást við slíkar rannsóknir ef ekki væri
raunverulega til vera sem heitir Odradek. Hún lítur í fyrstu út sem
flatt, stjörnulaga tvinnakefli, og virðist raunar einnig vera vafin
tvinna; reyndar eru það væntanlega bara slitnir, gamlir tvinnabútar,
hnýttir saman og í flækju, af ýmsum gerðum og í ýmsum litum. En
þetta er ekki eingöngu kefli, heldur gengur lítill þverpinni út úr miðri
stjörnunni og við þennan pinna tengist síðan annar svo að þeir
mynda rétt horn. Með hjálp þessa seinni pinna á aðra hlið og eins
stjörnubroddsins á hina getur allur hluturinn staðið uppréttur eins og
á tveim fótum.
Freistandi væri að halda að þetta fyrirbæri hefði áður haft lögun
sem bæri vitni einhverjum tilgangi og hefði nú einungis brotnað. En
þetta virðist ekki vera reyndin; að minnsta kosti finnast þess engin
merki; hvergi er vankanta eða brotasár að sjá sem vísbendingu gæfu
um eitthvað slíkt; allur virðist hluturinn raunar tilgangslaus, en
heilsteyptur á sinn hátt. Annars er ekki hægt að segja neitt nánar um
hann, þar sem Odradek er einstaklega kvikur í hreyfingum og óger-
legt að handsama hann.
Hann dvelur til skiptis uppi á háalofti, í stigahúsinu, í göngunum
og í forstofunni. Stundum sést hann ekki mánuðum saman; þá hefur
hann sennilega flust í önnur hús; aldrei bregst þó að hann snúi síðan
253