Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 49
Ég var í miklum vanda staddur
stranga og óskiljanlega dómbákni Réttarhaldanna. Það dómbákn er
öflugasta dæmið um þann ógnvekjandi raunveruleika sem persónur hans
standa frammi fyrir, það samfélag sem þær skyndilega eru staddar í (ég
minni þó í þessu sambandi líka á smásöguna „I refsinýlendunni").
Getum við greint þetta samfélag eitthvað nánar? Það kann að hljóma
mótsagnakennt að vilja lesa einhvern veruleika gegnum „ógagnsæjan“
texta Kafka (sbr. orð mín að framan), en þetta hlýtur þó að gerast. Við
spyrjum okkur hvort við könnumst nokkuð við það „kerfi“ sem birtist
okkur í hinum gjörspillta, rotna og sóðalega dómstól. Ætli það ekki?
Theodor Adorno telur að með sóðaskapnum hafi Kafka birt í um-
hverfðri en réttri mynd, „hinn fínpússaða, skærglansandi síðkapí-
talisma“, rýnt í „skítug fingraför valdsins sem orðið hafa eftir á skrautút-
gáfu lífsbókarinnar. Enginn heimur gæti myndað aðra eins samfellu og
sú kæfandi veröld sem hann þjappar saman í eina heild með angist
smáborgarans; hún er rökum samkvæmt algjörlega lokuð og laus við
merkingu eins og öll kerfi.“23 Sjálfur sagði Kafka eitt sinn að kapítalism-
inn væri „kerfi hluta sem eru innbyrðis háðir“ á alla vegu, „Allt er hvað
öðru háð, allt er í hlekkjum. Kapítalismi er visst ástand heimsins og
sálarinnar."24 Þessi orð minna mann mjög á dómstólinn fræga.
Ymsir hafa viljað heimfæra skáldveröld Kafka á það þjóðfélagskerfi
sem hann þekkti af eigin reynd, gróskumikinn kapítalisma Habsborgara-
stórveldisins með sínum fúnu innviðum. En aðrir telja hann hafa búið
yfir vissu skáldlegu næmi á gang sögunnar, skynjað nánustu þróun
mannsins á myndrænan hátt og túlkað þá skynjun í verkum sínum. Það
sem Kafka sagði eitt sinn um Picasso á sannarlega við um hann sjálfan:
„Listin er spegill sem ’flýtir sér’ eins og úr — stundum.“25 Sumir hafa
tekið undir þau orð Klaus Mann að heiminum í verkum Kafka svipaði til
veldis nasismans.26 En má ekki einnig sjá í honum líkingu með því
ómanneskjulega kerfi, þeim afbakaða kommúnisma, sem reis í Austur-
Evrópu eftir daga Kafka? I dag kunna ýmsir lesendur að sjá í baráttu
Jósefs K. þau réttarhöld sem mannkynið stendur nú í gegn stórveldun-
um, þar sem „raunveruleg sýkna“ kann að sýnast óhugsanleg en valið
stendur á milli „sýndarsýknu“ og „frestunar“ svo vitnað sé í samtal
Titorellis og Jósefs K.
En raunverulegt afrek Kafka er að verk hans fjalla um allt það sem hér
hefur verið talið og meira til. Það reynist vera mikill kostur að þau vísa
ekki til neins takmarkaðs hluta eða tímabils af raunheimi okkar. Með
texta sem er „ógagnsær" á einhlítan máta tekst Kafka að skapa breiða
279