Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar Höfundar sækja alltaf efnivið í frásagnir sínar til eigin reynslu. Þeir setja ímyndanir sínar á svið. Þess vegna gerum við okkur í hugarlund að Andri eigi ýmislegt sameiginlegt með höfundi sínum, en meginmunurinn á vitneskju þeirra er, eins og orðræðugreiningin sýnir, að höfundur Andra veit að leiðin að hinu heilaga hofi rithöfundarins verður ekki fundin með formúlu, heldur felst hún í vinnu. Vegna þessa mikilvæga munar á vitneskju getur höfundur sýnt Andra í skoplegu ljósi, og skopið verður enn meira af því að það nær einnig til almennrar hugmyndar: að rithöfundargáfan sé aðeins gefin hinum útvöldu. Textasamhengi Textasamhengi (diskurs) er orð sem tákneðlisfræðin notar um safn allra texta, talaðra eða ritaðra, í tilteknu samfélagi. Textasamhenginu er hægt að skipta í einstakar deildir á kerfisbundinn hátt, þannig að við tölum t. d. um trúarlegt textasamhengi, þ. e. a. s. hinn ’almenna skilning’ eða samkomulag um hvað sé trúarlegt, heimspekilegt textasamhengi, pólitískt textasamhengi, vísindalegt textasamhengi, o. s. frv. Hvert einstakt textasamhengi innrætist í einstaklinginn um leið og fé- lagsmótun hans fer fram, og hvert textasamhengi breytist í rás sögunnar. Þannig höfum við annan skilning á því nú hvað vísindi séu en menn höfðu í Kínaveldi hinu forna. Michel Foucault getur þess hvernig dýr voru flokkuð í gamalli, kínverskri alfræðibók: a) dýr í eigu keisarans, b) smurð dýr, c) tamin dýr, d) grísir á spena, e) hafgúur, f) kynjadýr, g) óskiladýr, h) dýr sem falla undir þessa flokkun, i) vitskert dýr, j) dýr sem teiknuð eru með smágerðum úlfaldahárspensli, k) ótal dýr, 1) o. s. frv., m) dýr sem eru nýbúin að mölva vatnskrukku, n) dýr sem úr mikilli fjarlægð líkjast flugum. (Foucault, bls. xv.) Þetta er dæmi um ’vísindalegt textasamhengi’ í Kínaveldi hinu forna. Nú einkennist það fremur af skynsemishyggju, áherslu á orsök/afleiðingu, líkindi/mismun. Það er augljóst að höfundur hefur aldrei fullkomna þekkingu á því textasamhengi (af ýmsu tagi) sem hann sækir efni sitt í. Lilja fjallar einmitt um þá vitneskju sem ekki verður höndluð í sviðsetningunni. Höfundur er sjálfur settur á svið af sögulegum skilyrðum. Þessu getum við lýst með því að bæta við líkan orðræðunnar: \ 332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.