Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 94
Tímarit Máls og menningar
stýrir liðugum penna (bók á ári), hann hefur fastmótaða skapgerð, hefur
gert víðreist, er heimsfrægur, hefur gert rithöfundardrauma sína að veru-
leika. Hins vegar er Andri, sem speglar sig í Halldóri en sér ekki annað en
skrípamynd. Amma hans hafði ekki vald á málinu, hann skortir innblástur
og hinn liðuga penna: „Stökk út í Isafold og var lengi að róta í frekjulegum
krakkablokkum með apa og fötu. Loks fann hann eina brúna myndlausa og
gat byrjað að skrifa. Skrifa hvað?" (bls.48). Andri er staðfestulaus: „Sama
hvað hann sofnaði uppbyggður. Þegar hann vaknaði var ekki tangur né
tetur eftir af karakternum." (bls. 22). Hann er líka bundinn við sinn blett,
hina þröngu Reykjavík, ómerkilegan afkima í Norðuratlantshafi, og verður
fyrst að láta sig dreyma um að komast burt, síðan fara. Rithöfundarhlut-
verkið er ímyndun sem hann leikur eins og á sviði.
Andri reynir að brjótast í gegnum hindranirnar og komast upp á efsta
þrep við hlið Halldórs Laxness og hann kýs að beita sér gegn andstæðunni
staðbundið/alþjóðlegt — fyrst með því að ímynda sér að hann fari um
heiminn í fótspor Hemingways og Halldórs Laxness, síðan með því að fara
til Parísar.
Ferli
Hreyfingin milli þeirra andstæðna sem mynda þemað er viðfangsefni
greiningar á frásagnarferlum. Þessari hreyfingu er hrundið af stað með
tilkomu einhvers sem er í mótsögn við kyrrstöðuna í öðru skauti þemans og
veldur hreyfingu yfir á gagnstætt skaut. Þetta hefur verið skýrt með líkani:
(+)
(+)
leikandi
persona
hindrun:
h- amma
-5- persónuleiki
tæki:
penni, höfundarstarf
ferðalag
Öll bókmenntaverk er hægt að lesa sem hreyfingu persónu frá einhverju
óþægilegu (-í-) í átt til einhvers þægilegs (+).2 Sumir textar hefjast auðvitað í
sæluástandi, við góðar aðstæður, en einmitt í slíkum textum er athyglisvert
hversu fljótt einhver atburður bindur enda á þessa sælu. Óþægindi eða
vöntun gera vart við sig og persónan fer að leita að tæki til að losna við
324