Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 115
þá hefði hún ekki verið með þessar
hótanir
þá hefði hann ekki hlaupið út
þá hefði hún ekki skorið sundur
rúmdýnurnar og fötin hans
þá hefði hann ekki ekið niður á höfn
og ýtt bílnum í sjóinn
Utskýringar Onnu eru vitaskuld ekki
útskýringar ljóðsins. Anna kennir orð-
um sínum um það sem gerðist, og eins
og í hinu ljóðinu gerir hún margar at-
rennur að efninu, ófær um að sjá annað
en ytri afleiðingar og það sem ef til vill
hefði ekki gerst. Fólkið sem hún lýsir
getur ekki frekar en hún notað tungu-
málið og talað saman. Það tjáir örvænt-
ingu sína og umkomuleysi með gráti,
öskrum og hótunum og með táknræn-
um athöfnum beint úr hversdagslífinu.
Konan aðhefst inni og eyðileggur hluti
sem eru í hennar verkahring, en karl-
maðurinn hleypur út til að losa sig við
það stöðutákn sem honum tilheyrir.
Með þessu gera þau ómeðvitaða upp-
reisn gegn kynhlutverki sínu, sem þau
virðast á einhvern hátt kenna um ófarir
sínar.
I ljóði eftir ljóð er teflt saman orðum
og augum, þar sem augun tengjast sam-
kennd og því innra lífi sem verður ekki
með orðum tjáð. Fyrsta ljóð síðari hlut-
ans heitir „Hún sá manneskjuna og
manneskjan sá hana“, og á þessu augna-
sambandi hefjast þau kynni sem leiða til
björgunar „hennar". Að orðin duga ekki
kemur fram á táknrænan hátt í lýsingu
þessa ljóðs á samskiptum „hennar“ og
læknisins:
hún gat ekki útskýrt fyrir honum
og sárið var ósýnilegt
og hvers vegna það hafði komið
Umsagnir um bœkur
og hvernig það hafði komið
tungan varð þykk þegar hún reyndi
að taia
„Hún“ og manneskjan tala hins
vegar ekki saman, eins og m. a. kemur
fram í ljóðinu „Hún og manneskjan":
Þær gengu stundum saman fram og
aftur eftir ganginum
hún og manneskjan
sögðu eiginlega ekkert
nema manneskjan stansaði stundum
— leit í augu hennar
og sagði
jááá — þú eeeeert
I ljóðinu „Dóra“ kemur fram svipuð
samkennd í þögn, og í því má einnig sjá
tvær konur með svipaða reynslu, sem
eru í senn andstæður og hliðstæður.
Þessar konur eiga hins vegar ekki í inn-
byrðis baráttu, og það er kannski ein-
mitt vegna þess að þær tala ekki saman.
Draumurinn um samkenndina kemur
ekki síst fram í formi ljóðsins, sem endar
eins og það byrjar, að því undanskildu
að persónurnar hafa skipt um pláss:
Eg átti eina vinkonu í hverfinu
við töluðum þó aldrei saman
en þegar við hittumst
sögðu augu okkar meira
en nokkur orð
hún átti eina vinkonu í hverfinu
mig
við töluðum þó aldrei saman
en þegar við hittumst
sögðu augu okkar meira
en nokkur orð
geta gert
345