Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 99
Tákneðlisfrxði og bókmenntir
skapnum þar sem hann er þó yfirleict endurreistur). Einstaklingar geta
sundrast á einhvern hátt sem alltaf virðist snerta málið eða líkamann: þeir
tala samhengislaust, þ. e. merkingarlaust, og þekkja ekki takmörk líkamans,
eru e. t. v. einhver Annar, eða Aðrir, eða skerða líkamann.
Meginatriði við tilurð einstaklingsins er hin stöðuga myndun mælandi
líkama5:
(-)
sundraður líkami
(+)
heill líkami
Þessi grunnformgerð sálarlífsins er forsendan fyrir hreyfiafli texta; hún er
orkugjafinn. Sagan um Andra og áætlun hans, er aðeins tilviljunarkennd
tjáning á þessu, rétt eins og allir textar og allir einstaklingar. Þess vegna
eigum við í raun réttri að segja að skáldskapurinn skrifi einstaklinginn sem
geranda, myndi hann, og verkið lesi lesandann.
Þegar tákneðlisfræðin setur táknmyndina ofar táknmiðinu er það vegna
þess að eðli tungumálsins knýr okkur til að tjá okkur sem einstaklingar,
nota tákn, svo að við verðum til sem einstaklingar, og til þess að þeir hlutir,
sem við tölum um, verði til. Ekkert er bara af sjálfu sér, heldur verður það
fyrst til með merkingunni sem myndast þegar hluturinn, sem ekki er enn til,
er táknadur. Þetta er í sjálfu sér heimspekilegur greinarmunur, en hann
reynist skipta sköpum fyrir mannvísindin. I þessu sambandi verður ekki
gert meira úr hinni heimspekilegu hlið, en þar sem hér er haldið fram
mikilvægi táknmyndarinnar verður haldið áfram að lesa bókmenntirnar sem
tákn.
Orbrteba
Hugtakið orðræða er náskylt hugtakinu yrðing,6 og er hægt að rekja það
aftur til málsálfræðingsins Karls Buhlers sem sýndi fram á að sérhverja
yrðingu væri hægt að umrita með fornöfnunum ég, þú, það. Til dæmis
merkir yrðingin: „það er blessuð blíðan," að ég segi þér, að þú eigir að sjá,
að það er blessuð blíðan.
Hugtakið orðræða er oft misskilið; menn halda að það merki ’hvernig’
329