Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 107
Umsagnir um bækur
„ÞETTA ERU VORIR TÍMAR“
Mannleg niðurlæging og mannleg eymd
eru endurtekin stef í öllum sögum Guð-
bergs Bergssonar. Saga fólksins á Tanga,
sem sögð var í fyrri bókum hans, lýsir
niðurlægingu íslensks alþýðufólks í al-
gleymi vinnuþrælkunar og hermangs og
tilfinningalegri upplausn þessa fólks.
Falskt öryggi fjölskyldulífsins og fjötrar
fjölskyldubandanna er einn þáttur í
þeirri sögu. Og sá þáttur er höfuðefni
nýjustu skáldsögu Guðbergs, Hjartað
býr enn í helli sínum (Mál og menning
1982). Félagslegur veruleiki þessarar
sögu er þó allt annar. Hún segir frá
menntuðu fólki í Reykjavík okkar daga.
Hjónin í sögunni teljast bæði til þeirra
sem ætlað er að ráða fram úr tilfinninga-
legum og félagslegum vanda samferða-
manna sinna, hann er sálfræðingur og
hún félagsráðgjafi. Þau eru skilin fyrir
ári og hann hefur síðan hrakist með rýra
búslóð sína milli forstofuherbergja í
borginni. Þessum nafnlausa manni fylgir
lesandinn eftir á endalausu flakki hans í
örvæntingu og ofsóknarbrjálæði. — Það
er til marks um aðferð Guðbergs að
lesandanum er ekki ljóst hvort maður-
inn flakkar um í vöku, draumi eða milli
vita. Þessari sögu verður ekki lýst að
gagni nema með hliðsjón af sagnagerð
módernismans. Hér situr innhverfan í
forsæti, í gegnum tilfinningar, drauma
og heilaspuna mannsins — en með stöð-
ugum skírskotunum til hins ytri veru-
leika — birtist lesandanum angist hans
og upplausn. „Trúið ykkar eigin eyrum
og augum, ef þið sjáið draug og heyrið
útburðarvæl, þá sjáið þið draug og heyr-
ið útburðarvæl. Þetta eru vorir tímar.
Það að sjá og heyra tímann er okkar
höfuðvandamál," hefur Guðbergur sagt
á öðrum vettvangi og þau orð má hafa
að ljósi við lestur þessarar sögu sem mér
þykir raunar áleitnari flestum öðrum
verkum höfundarins.
Fljótt á litið mætti halda að hér væri
kominn gráglettinn útúrsnúningur á
þeim skáldskap og endurminningarbók-
menntum kvenna frá liðnum árum sem
með misgóðum rétti hafa verið orðaðar
við frelsisbaráttu þeirra. Sjálfur hefur
Guðbergur spyrt slík verk saman í eitt
og stimplað sem „píslarsögur krossbera í
kjól.“ Hér er nefnilega kominn
menntaður millistéttarkarlmaður sem
ekki segir farir sínar sléttar af sam-
skiptum við konurnar. En hvað sem
kveikju sögunnar líður þá er útmálun
örvæntingarinnar markvissari en svo að
hún eigi skylt við útúrsnúning eða
hótfyndni.
Sagan gerist helgi eina í desember í
svartasta skammdeginu og inn í hana
fléttast líkingin um jörðina sem skamm-
degið breytir í myrkan helli. Birtan og
litbrigðin verða hér táknræn fyrir hug-
arástand þeirra sem eru á flökti í
myrkrinu.
337