Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 107
Umsagnir um bækur „ÞETTA ERU VORIR TÍMAR“ Mannleg niðurlæging og mannleg eymd eru endurtekin stef í öllum sögum Guð- bergs Bergssonar. Saga fólksins á Tanga, sem sögð var í fyrri bókum hans, lýsir niðurlægingu íslensks alþýðufólks í al- gleymi vinnuþrælkunar og hermangs og tilfinningalegri upplausn þessa fólks. Falskt öryggi fjölskyldulífsins og fjötrar fjölskyldubandanna er einn þáttur í þeirri sögu. Og sá þáttur er höfuðefni nýjustu skáldsögu Guðbergs, Hjartað býr enn í helli sínum (Mál og menning 1982). Félagslegur veruleiki þessarar sögu er þó allt annar. Hún segir frá menntuðu fólki í Reykjavík okkar daga. Hjónin í sögunni teljast bæði til þeirra sem ætlað er að ráða fram úr tilfinninga- legum og félagslegum vanda samferða- manna sinna, hann er sálfræðingur og hún félagsráðgjafi. Þau eru skilin fyrir ári og hann hefur síðan hrakist með rýra búslóð sína milli forstofuherbergja í borginni. Þessum nafnlausa manni fylgir lesandinn eftir á endalausu flakki hans í örvæntingu og ofsóknarbrjálæði. — Það er til marks um aðferð Guðbergs að lesandanum er ekki ljóst hvort maður- inn flakkar um í vöku, draumi eða milli vita. Þessari sögu verður ekki lýst að gagni nema með hliðsjón af sagnagerð módernismans. Hér situr innhverfan í forsæti, í gegnum tilfinningar, drauma og heilaspuna mannsins — en með stöð- ugum skírskotunum til hins ytri veru- leika — birtist lesandanum angist hans og upplausn. „Trúið ykkar eigin eyrum og augum, ef þið sjáið draug og heyrið útburðarvæl, þá sjáið þið draug og heyr- ið útburðarvæl. Þetta eru vorir tímar. Það að sjá og heyra tímann er okkar höfuðvandamál," hefur Guðbergur sagt á öðrum vettvangi og þau orð má hafa að ljósi við lestur þessarar sögu sem mér þykir raunar áleitnari flestum öðrum verkum höfundarins. Fljótt á litið mætti halda að hér væri kominn gráglettinn útúrsnúningur á þeim skáldskap og endurminningarbók- menntum kvenna frá liðnum árum sem með misgóðum rétti hafa verið orðaðar við frelsisbaráttu þeirra. Sjálfur hefur Guðbergur spyrt slík verk saman í eitt og stimplað sem „píslarsögur krossbera í kjól.“ Hér er nefnilega kominn menntaður millistéttarkarlmaður sem ekki segir farir sínar sléttar af sam- skiptum við konurnar. En hvað sem kveikju sögunnar líður þá er útmálun örvæntingarinnar markvissari en svo að hún eigi skylt við útúrsnúning eða hótfyndni. Sagan gerist helgi eina í desember í svartasta skammdeginu og inn í hana fléttast líkingin um jörðina sem skamm- degið breytir í myrkan helli. Birtan og litbrigðin verða hér táknræn fyrir hug- arástand þeirra sem eru á flökti í myrkrinu. 337
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.