Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningar
þetta ógreiðfæra hálendi, brúin hafði enn ekki verið merkt inn á
landakortin. — Þannig lá ég og beið; ég varð að bíða. Brú, sem á
annað borð hefur verið byggð, getur ekki hætt að vera brú án þess að
hrynja.
Það var eitt sinn undir kvöld — var það hið fyrsta, var það hið
þúsundasta, ég veit það ekki, — hugsanir mínar voru alltaf á ringul-
reið og fóru alltaf í hring. Undir kvöid að sumarlagi, myrkar niðaði
lækurinn, þá heyrði ég fótatak manns! Til mín, til mín. — Teygðu úr
þér, brú, settu þig í stellingar, handriðslausi bjálki, ber þann sem þér
er trúað fyrir. Láttu hikið í fótataki hans hverfa án þess á því beri, en
ef hann riðar, gefðu þig þá fram og slöngvaðu honum á land eins og
fjallaguð.
Hann kom, með járnbroddinum á staf sínum bankaði hann á mig,
síðan lyfti hann frakkalöfum mínum með honum og hagræddi þeim á
mér. I hrokkið hár mitt brá hann broddinum og lét hann, sennilega
skimandi villtu augnaráði í kring, dvelja þar lengi. En þá — ég var
einmitt farinn að fylgja honum eftir í draumi yfir fjöll og dali — stökk
hann og lenti með báða fætur á miðjum líkama mínum. Ég varð
gagntekinn hrolli í hræðilegum sársauka, algerlega skilningsvana.
Hver var það? Barn? Draumur? Stigamaður? Freistari? Tortímari?
Og ég sneri mér við til að sjá hann. — Brú snýr sér við! Ég var ekki
búinn að snúa mér við, þá hrundi ég þegar, ég hrundi og óðara var ég
mulinn og sundurtættur af oddhvössum steinunum sem alltaf höfðu
mænt til mín svo friðsamlega úr beljandi vatninu.
256