Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 111
ÁN ÞESS AÐ VITA HVERS VEGNA
Svartur hestur í myrkrinu" er sjötta
ljóðabók Nínu Bjarkar Árnadóttur (en
ekki fimmta eins og segir á bókarkápu).
Áður eru útkomnar Ung Ijób (1965),
Undarlegt er að spyrja mennina (1968),
Börnin í garðinum (1971), Fyrir böm og
fullorðna (1975) og Min vegna og þín
(1977). Ásamt ljóðagerðinni hefur Nína
fengist töluvert við leikritun, og er það
eitt helsta einkenni á verkum hennar,
m. a. því sem hér til umræðu, hve vel
henni tekst að blanda saman ljóðrænum
og leikrænum texta.
Svartur hestur í myrkrinu skiptist í
tvo hluta, sem bera nöfnin „Með kórónu
úr skýi“ (eftir samnefndu kvæði til Stef-
áns Harðar) og „Fugl óttans". Hefur
fyrri hlutinn að geyma 15 sjálfstæð ljóð,
sem flest spretta úr minningum og dag-
legu lífi, en síðari hlutinn 21 ljóð, sem
jafnframt því að geta staðið sjálfstætt,
mynda eina heild, þar sem þau fjalla um
ákveðinn hóp kvenna á geðdeild. I fyrri
hlutanum er Ijóðmælandi yfirleitt ljóð-
rænn í þeim hefðbundna skilningi að
hann er nálægur og samur efninu sem
hann tjáir sig um og rennur á vissan hátt
saman við það. I síðari hlutanum má
hins vegar finna vissa fjarlægð milli
ljóðmælanda og ljóðs. I mörgum
ljóðanna eru persónur látnar lýsa sjálf-
um sér í beinni orðræðu, og það sem
einkennir þessar persónur er að þær
skortir yfirsýn og skilningur þeirra er
annar en sá sem kemur fram í samhengi
textans. Þessi leikræna beiting ljóðmæl-
anda, sem einnig bregður fyrir í fyrri
hlutanum, er mjög markviss og vel
°Nína Björk Árnadóttir, Svartur hestur í
myrkrinu. Mál og menning. Reykjavík 1982.
67 bls.
Umsagnir um bakur
heppnuð. Með henni fæst í senn innsýn í
hugarástand persónunnar og þær ytri
aðstæður hennar sem hún er að reyna að
túlka, eins konar tveggja heima sýn. Það
er því erfitt að vera sammála þeim
ritdómara sem í umsögn um bókina seg-
ist satt að segja halda, „að Nína ætti að
fjalla um þessi mál á öðru formi en í
ljóðum" (Sveinbjörn Baldvinsson í
Morgunblaðinu 12. desember 1982).
Þessi frásagnarháttur er auk þess í beinu
samræmi við meginviðfangsefni bókar-
innar sem er togstreita mannsins milli
innri og ytri veruleika, firring hans frá
umhverfi sínu og eigin lífi og óttinn sem
af þessu stafar.
Svarti hesturinn
Svarti hesturinn sem nafn bókarinnar
vísar til kemur fyrir í fimm ljóðum í
bókinni, einu í fyrri hlutanum sem ber
sama nafn og bókin „Svartur hestur í
myrkrinu", og fjórum í síðari hlutanum
sem öll bera heitið „Hún“. Þetta tengir
hlutana saman, auk þess sem ljóðmæl-
andinn „ég“ í fyrri hlutanum verður á
vissan hátt sá sami og persónan „hún“ í
þeim síðari. Svarti hesturinn hefur
augljósa táknræna merkingu, en ekki að
sama skapi markvissa, og eru ljóðin um
hann veikasti þáttur þessarar bókar. Má
vera að athyglisverðar ástæður liggi til
þess.
„Svarti hesturinn er tákn fyrir landið
mitt“ er haft eftir Nínu í viðtali um
bókina í Morgunblaðinu 11. desember
1982, og ennfremur segir hún að bókin
tengist í honum. Þessi lesháttur höfund-
ar á eigin verki gengur þó engan veginn
upp, hvorki í einstökum ljóðum né
bókinni í heild. Ef tákn á að vera gott
verður það jafnframt að verka í sjálfu
ljóðinu sem mynd, ekki bara að vera
tákn. Andstætt flestum öðrum ljóðum
341