Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 24
Tímarit Máls og menningar
aftur í okkar hús. Stundum þegar komið er út úr dyrunum og hann
hallar sér í þann mund upp að handriðinu fyrir neðan, fær maður
mikla löngun til að ávarpa hann. Að sjálfsögðu leggur maður engar
erfiðar spurningar fyrir hann, heldur meðhöndlar hann — sjálf smæð
hans freistar til þess — sem barn. „Hvað heitir þú?“ spyr maður
hann. „Odradek", segir hann. „Og hvar býrðu?“ „Aðsetur óákveð-
ið“, segir hann og hlær; en það er einungis þess konar hlátur sem
hægt er að gefa frá sér án lungna. Hann hljómar líkt og skrjáf í
föllnum laufblöðum. Þar með er samræðum yfirleitt lokið. Annars
eru jafnvel þessi svör ekki alltaf á reiðum höndum; oft er hann lengi
þögull eins og viðurinn sem hann virðist vera.
Arangurslaust spyr ég sjálfan mig hvað um hann muni verða.
Skyldi hann geta dáið? Allt sem deyr hefur áður haft einhvers konar
markmið, sinnt einhvers konar starfa og orðið útslitið við það; þetta
á ekki við um Odradek. Skyldi hann einhvern tíma eiga eftir að velta
niður stigann með tvinnaspotta í eftirdragi fyrir fótum barna minna
og barnabarna? Hann gerir engum mein að því er séð verður; en sú
hugmynd að hann kunni að lifa mig finnst mér næstum því kvalafull.
Á efstu svölunum
Ef einhver veikburða, tæringarsjúk reiðlistarkona á skjögrandi hesti
væri rekin áfram á hringsviðinu frammi fyrir óþreytandi áhorfendum
af miskunnarlausum forstjóra með svipuna á lofti hring eftir hring
hvíldarlaust mánuðum saman, iðandi á hestinum, þeytandi kossum,
vaggandi sér í lendunum, og ef þessi leikur héldist áfram undir
óaflátanlegum gný hljómsveitarinnar og loftræstitækjanna inn í gráa
framtíð sem opnast sífellt lengra og lengra, samfara dvínandi og að
nýju yfirdynjandi fagnaðarklappi handanna sem eiginlega eru gufu-
254