Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 24
Tímarit Máls og menningar aftur í okkar hús. Stundum þegar komið er út úr dyrunum og hann hallar sér í þann mund upp að handriðinu fyrir neðan, fær maður mikla löngun til að ávarpa hann. Að sjálfsögðu leggur maður engar erfiðar spurningar fyrir hann, heldur meðhöndlar hann — sjálf smæð hans freistar til þess — sem barn. „Hvað heitir þú?“ spyr maður hann. „Odradek", segir hann. „Og hvar býrðu?“ „Aðsetur óákveð- ið“, segir hann og hlær; en það er einungis þess konar hlátur sem hægt er að gefa frá sér án lungna. Hann hljómar líkt og skrjáf í föllnum laufblöðum. Þar með er samræðum yfirleitt lokið. Annars eru jafnvel þessi svör ekki alltaf á reiðum höndum; oft er hann lengi þögull eins og viðurinn sem hann virðist vera. Arangurslaust spyr ég sjálfan mig hvað um hann muni verða. Skyldi hann geta dáið? Allt sem deyr hefur áður haft einhvers konar markmið, sinnt einhvers konar starfa og orðið útslitið við það; þetta á ekki við um Odradek. Skyldi hann einhvern tíma eiga eftir að velta niður stigann með tvinnaspotta í eftirdragi fyrir fótum barna minna og barnabarna? Hann gerir engum mein að því er séð verður; en sú hugmynd að hann kunni að lifa mig finnst mér næstum því kvalafull. Á efstu svölunum Ef einhver veikburða, tæringarsjúk reiðlistarkona á skjögrandi hesti væri rekin áfram á hringsviðinu frammi fyrir óþreytandi áhorfendum af miskunnarlausum forstjóra með svipuna á lofti hring eftir hring hvíldarlaust mánuðum saman, iðandi á hestinum, þeytandi kossum, vaggandi sér í lendunum, og ef þessi leikur héldist áfram undir óaflátanlegum gný hljómsveitarinnar og loftræstitækjanna inn í gráa framtíð sem opnast sífellt lengra og lengra, samfara dvínandi og að nýju yfirdynjandi fagnaðarklappi handanna sem eiginlega eru gufu- 254
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.