Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 103
Tákneðlisfrœði og bókmenntir
1. Hinn
2. gerandi í 1. höfundur
3. ímyndunarafl . { 2. innifalinn lesandi ( 1. sögumaður
[ 3. verk * ( 2. lesandi fl. sögupersóna
1 3. frásögn > J 2. söguviðtakandi
13. tilsvar (t. d.)
textasamhengi orðræða orðræða tilvitnuð orðræða
frásagnar
Greining textasamhengis tengist sálgreiningu og einkum kenningum
franska sálgreinandans Jacques Lacan.’ Samkvæmt þeim er það lágmarks-
skilyrði þess að einhver geti skynjað sig sem samfelldan geranda, að hann
hafi aðra gerendur að spegla sig í. Það sýnum við með því að láta þennan
mikla Hinn vera þann sem tilnefnir gerandann með því að ávarpa hann, og
við skrifum Hinn með stórum staf af því að um alhæfingu er að ræða en ekki
ákveðna aðra persónu.
Það sem hér er verið að tala um gerist á sviði ímyndunaraflsins10; um er að
ræða, að minnsta kosti, geranda haldinn ákveðinni löngun (þú átt að sjá) og
viðfangsefni (það sem á að sjást: yrðingin).
Greining textasamhengis í Persónum og leikendum mun þannig fjalla um
hvaða söguleg og sálfræðileg skilyrði eru fyrir því að löngun Andra beinist
að því að verða rithöfundur: hvað er það sem sögulega séð gerir leik hans
áhugaverðan fyrir aðra? hvað er það sem sálfræðilega séð gerir leik hans
mögulegan?
Sögulega: eins og áður er ýjað að verður að sjá dýrkun Andra á ’rithöf-
undinum’ og rómantískt viðhorf til hans í ljósi þess að rithöfundurinn er
almennt mikils metinn í íslensku samfélagi (Nóbelsverðlaunahafinn Halldór
Laxness er ímynd hans). I þeim skilningi er Andri aðeins vel valinn fulltrúi.
Þegar höfundurinn sýnir leik Andra að hugmyndinni um að verða rithöf-
undur í skoplegu ljósi, grefur hann því undan rómantískri goðsögn í
samfélaginu.
Sálfræðilega: táknið og gerandinn eiga það sameiginlegt að til þess að
öðlast merkingu þurfa þau að vera táknuð. Þau verða að fara á stúfana og fá
að láni til þess að komast frá merkingarleysi til merkingar (á frönsku
nonsense—»sense). Tvær fyrstu bækurnar um Andra fjalla um þetta ferli:
hvernig sjálfsvitund verður til í málinu með notkun tákna: punktur, punkt-
ur, komma, strik, og hvernig sjálfið er afmarkað í málinu: ÉG UM MIG
FRÁ MÉR TIL MÍN.
Það er hinn mikli áhugi Andra á eigin persónu, á gerð sinni sem geranda,
333