Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 29
Fimm sögur rúminu í átt til mín til að minna mig á bón sína; ég tek upp litla töng, skoða hana í kertaljósinu og legg hana aftur frá mér. „Já,“ hugsa ég guðlastandi, „í slíkum tilfellum koma guðirnir til hjálpar, senda hestinn sem vantar, bæta öðrum við þar sem svo mikið liggur á, bera svo í bakkafullan lækinn með því að útvega hestasveininn —Nú fyrst kemur mér Rósa aftur í hug; hvað geri ég, hvernig bjarga ég henni, hvernig dreg ég hana undan þessum hestasveini, í tíu mílna fjarlægð frá henni og óviðráðanlegir hestar fyrir vagni mínum? Þessir hestar, sem nú hafa einhvern veginn losað um aktygisólarnar; ýta upp gluggunum utan frá, ég veit ekki hvernig; þeir stinga höfðinu hvor inn um sinn glugga og, ótruflaðir af hrópi fjölskyldunnar, virða þeir fyrir sér sjúklinginn. „Ég fer tafarlaust aftur til baka,“ hugsa ég, eins og hestarnir hvetji mig til fararinnar, en ég læt mér það líka að systirin, sem telur mig dofinn af hitanum, taki af mér loðfrakkann. Sett er fyrir mig glas af rommi, gamli maðurinn klappar á öxl mér, þessi vinahót réttlætast af því að hann býður mér fjársjóð sinn. Ég hristi höfuðið; mér yrði óglatt í þröngum hugsanahring gamla mannsins; einungis af þeim ástæðum afþakka ég að drekka. Móðirin stendur við rúmið og lokkar mig þangað; ég læt undan og um leið og annar hesturinn hneggjar hátt upp í loft herbergisins legg ég höfuðið að brjósti drengsins, sem kennir hrolls undan votu skeggi mínu. Ég fæ staðfestingu á því sem ég veit: drengurinn er heilbrigður, með dálítið slæma blóðrás, gegnsósa af kaffi hinnar umhyggjusömu móður, en heilbrigður og best að reka hann með höggi fram úr rúminu. Ég er enginn alheimsfrelsari og læt hann liggja um kyrrt. Ég er ráðinn af héraðinu og ræki skyldur mínar til hins ítrasta, svo ítarlega að næstum er of langt gengið. Ég er illa launaður, en þó örlátur og hjálpfús við fátæklingana. Ég verð að annast um Rósu, síðan kann drengurinn að hafa rétt fyrir sér og einnig ég vil deyja. Hvað geri ég hér á þessum endalausa vetri. Hesturinn minn er dauður og í þorpinu er enginn sem lánar mér sinn hest. Ég verð að draga eyki mitt út úr svínastíunni. Ef ekki vildi svo til að það eru hestar yrði ég að spenna svín fyrir. Svona er það. Og ég kinka kolli til fjölskyldunnar. Þau vita ekkert um þetta og ef þau vissu það myndu þau ekki trúa því. Það er auðvelt að skrifa lyfseðla en að öðru leyti er erfitt að ná til fólksins. Nú, hér væri heimsókn minni sem sagt lokið, ég hef enn einu sinni verið ónáðaður að óþörfu, því er ég vanur, allt héraðið kvelur mig 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.