Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar
Þegar fólk talar í ljóðum þessarar
bókar segir það bara vitleysu, allir nema
„manneskjan" og barnið. I Ijóðinu „I
bláum svo bláum augum“ tengjast augu
og orð í mjög heilsteyptu (og hversdags-
legu) myndmáli, en slíkt myndmál er
einmitt styrkur þessarar bókar:
allt í einu
björgunin
í bláum svo bláum augum
á svo mjúkum svo sterkum
barnsvörunum:
Veistu það
ef maður drekkur mikinn pilsner
verður maður þreyttur
og talar útlensku.
Felur
I ljóðinu „Til Brynju" duga ekki „hugg-
unarorð þeirra sem segjast unna mér“,
heldur aðeins skjólið og verndin sem
felst í því að „geyma andlit sitt“ hjá
annarri manneskju. Slíkar felumyndir
eru mjög ríkjandi í myndmáli þessarar
bókar, þar sem þær yfirleitt tengjast
flótta frá ytri veruleika. I „Minning frá
Haderslev" flúði „ég“ inn í „hliðarher-
bergi“ til að gráta og reyna að vera hún
sjálf, og í ljóðunum um Heiðu lokar
Heiða sig inni, bæði heima hjá sér og á
geðdeildinni. Hún neitar ekki bara að
tala, heldur einnig að sýna sig.
I mörgum ljóðanna er það sjálfur ótt-
inn sem er í felum, eins og t. a. m. í
„Bæn“, þar sem veturinn hefur læst
„ótta sinn inni/í fylgsni vitundar
minnar/og hann vill ekki — vill ekki
fara“. Þessar felumyndir tengjast enn-
fremur vanmætti, því að óttinn er aðeins
í felum þegar hann er lítill, eins og kem-
ur fram í ljóðinu „Fugl óttans breytir
sífellt um lögun“:
Fugl óttans er stór
hann tekur manneskjuna í klærnar
og flýgur með hana langt
svo langt
frá gleðinni
en hann er líka lítill
þá flýgur hann inn í brjóstin
og veinar
og veinar þar.
Þegar fuglinn er stór er hann fleygur
og fær og þarf ekki á vernd að halda.
I sumum ljóðanna er felustaðurinn
einfaldlega annað herbergi, í öðrum er
hann svefninn, eins og t. a. m. í ljóðun-
um um Heiðu sem læst sofa þegar pabbi
hennar kemur inn til að vekja hana á
morgnana, en oftast tengist hann á einn
eða annan hátt annarri manneskju. Þetta
má m. a. sjá í ljóðinu til Brynju, „sem
geymdir andlit mitt/þegar óttinn hafði
markað sér það“, en hvergi eins vel og í
„Leyndarmáli vorsins", afmælisljóði til
Tómasar Guðmundssonar. I þessu ljóði
er lýst vorkomu og vorið persónugert
sem kona, nýkomin úr felustað sínum:
ég spurði
hvar hefurðu svo verið
í allan vetur
og hlæjandi og dansandi sagði vorið
ég svaf
í allan vetur
innst í hjarta
unnusta míns
tvö af bláu blómunum mínum
vaka þó alltaf
vaka
í augunum hans.
Vorið lifir af veturinn í annarri mann-
eskju og er alltaf til í augum hennar.
346