Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 116

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 116
Tímarit Máls og menningar Þegar fólk talar í ljóðum þessarar bókar segir það bara vitleysu, allir nema „manneskjan" og barnið. I Ijóðinu „I bláum svo bláum augum“ tengjast augu og orð í mjög heilsteyptu (og hversdags- legu) myndmáli, en slíkt myndmál er einmitt styrkur þessarar bókar: allt í einu björgunin í bláum svo bláum augum á svo mjúkum svo sterkum barnsvörunum: Veistu það ef maður drekkur mikinn pilsner verður maður þreyttur og talar útlensku. Felur I ljóðinu „Til Brynju" duga ekki „hugg- unarorð þeirra sem segjast unna mér“, heldur aðeins skjólið og verndin sem felst í því að „geyma andlit sitt“ hjá annarri manneskju. Slíkar felumyndir eru mjög ríkjandi í myndmáli þessarar bókar, þar sem þær yfirleitt tengjast flótta frá ytri veruleika. I „Minning frá Haderslev" flúði „ég“ inn í „hliðarher- bergi“ til að gráta og reyna að vera hún sjálf, og í ljóðunum um Heiðu lokar Heiða sig inni, bæði heima hjá sér og á geðdeildinni. Hún neitar ekki bara að tala, heldur einnig að sýna sig. I mörgum ljóðanna er það sjálfur ótt- inn sem er í felum, eins og t. a. m. í „Bæn“, þar sem veturinn hefur læst „ótta sinn inni/í fylgsni vitundar minnar/og hann vill ekki — vill ekki fara“. Þessar felumyndir tengjast enn- fremur vanmætti, því að óttinn er aðeins í felum þegar hann er lítill, eins og kem- ur fram í ljóðinu „Fugl óttans breytir sífellt um lögun“: Fugl óttans er stór hann tekur manneskjuna í klærnar og flýgur með hana langt svo langt frá gleðinni en hann er líka lítill þá flýgur hann inn í brjóstin og veinar og veinar þar. Þegar fuglinn er stór er hann fleygur og fær og þarf ekki á vernd að halda. I sumum ljóðanna er felustaðurinn einfaldlega annað herbergi, í öðrum er hann svefninn, eins og t. a. m. í ljóðun- um um Heiðu sem læst sofa þegar pabbi hennar kemur inn til að vekja hana á morgnana, en oftast tengist hann á einn eða annan hátt annarri manneskju. Þetta má m. a. sjá í ljóðinu til Brynju, „sem geymdir andlit mitt/þegar óttinn hafði markað sér það“, en hvergi eins vel og í „Leyndarmáli vorsins", afmælisljóði til Tómasar Guðmundssonar. I þessu ljóði er lýst vorkomu og vorið persónugert sem kona, nýkomin úr felustað sínum: ég spurði hvar hefurðu svo verið í allan vetur og hlæjandi og dansandi sagði vorið ég svaf í allan vetur innst í hjarta unnusta míns tvö af bláu blómunum mínum vaka þó alltaf vaka í augunum hans. Vorið lifir af veturinn í annarri mann- eskju og er alltaf til í augum hennar. 346
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.