Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 71
Rauðhetta í munnlegri geymd
sem einmitt er byggð á hvarfi umræddrar smjörkrukku. Hann lítur á
söguna sem „ambrósíuævintýri". Litla stúlkan sem er svo kjarkmikil
minnir hann á gyðjuna Nantosuseltu sem í gallverskri höggmyndalist
hefur með sér fórnarskál og nægtahorn; úlfurinn er hliðstæða Sucellusar
sem er gallverskur guð með hamar í annarri hendi en litla krukku í hinni
og alltaf sýndur skeggjaður og loðinn með úlfsfeld á herðunum. Litla
smjörkrukkan er tákn ambrósíunnar, hinnar dularfullu ódáinsfæðu sem
kemur úr öldum hafsins og það er einmitt hún sem Sucellus heldur á.
Samkvæmt þessu fælist „ambrósíuævintýrið“ í því að úlfurinn reynir að
stela smjörkrukkunni frá stúlkunni — fyrst án árangurs, þegar þau hittast á
krossgötunum en tekst það í næsta sinn með því að þykjast vera amma
hennar. Það er nefnilega á þann hátt, með því að dulbúast sem kona, sem
hinn indóevrópski guð nær ódáinsfæðunni á sitt vald. Rauðhettu-sagan
væri þá síðasta bergmálið af gallversku afbrigði sagnanna um
ambrósíuna. Þessi kenning Dumézils tengist hugmyndum Saintyves að
því leyti að sá síðarnefndi telur smjörkrukkuna líka mjög mikilvæga; þó
smjör strokkað í maímánuði geri engan ódauðlegan hefur það yfir-
náttúrulega eiginleika eins og aðrar mjólkurafurðir á þeim árstíma. I
okkar gerðum sögunnar segir ekkert um það hvað verður um matinn
sem sú litla hefur með sér nema í einni frá Forez. Þar hittir hún úlfinn
sem lætur í veðri vaka að karfan sé henni til óþæginda og tekur hana af
henni. Þegar til ömmunnar kemur segir hún:
Eg er með títuprjóna með mér (þá hefur hún tínt á leiðinni). Ég var
með ost og smjör en svo hitti ég úlfinn og hann tók það frá mér. Ég
var hrædd um að hann æti það allt svo ég lét hann hafa það. — Það
var alveg rétt af þér,
svarar úlfurinn-amma. Þetta er eina gerðin sem styður þjófnaðarkenn-
ingu Dumézils en hún leggur áherslu á eitt mikilvægt atriði: maturinn
sem amman átti að fá komst aldrei til skila. Hvort sem úlfurinn stelur
honum eða hann dettur úr sögunni vegna gleymsku fær amman ekkert í
svanginn. Það þýðir að litla stúlkan er ekki lengur í hlutverki barnsins,
þess sem fer á milli með matinn. Hún snýr öllu kerfinu við og tekur í
senn sæti móður sinnar og ömmu, þeirrar sem eldar matinn og þeirrar
sem borðar hann, og ryður þeim burt um leið. Og allt sem hún hefur að
bjóða ömmu sinni eru nokkrir títuprjónar sem hún hefur hirt á leiðinni.
301