Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 73
Raudhetta í munnlegri geymd
sem strengja lak yfir vatnið og hjálpa henni þannig yfir á hinn bakkann,
til frelsisins. Ulfurinn ætlar að fara sömu leið en þá sleppa þær lakinu og
hann drukknar. Þetta tvöfalda hlutverk þvottakvennanna, annars vegar
að hjálpa stúlkunni yfir á rétta bakkann, hins vegar að drekkja úlfinum,
samsvarar hlutverki þeirra í þorpssamfélaginu. „Að hjálpa fólki yfirum“
þ. e. að „hjálpa" börnunum inn í heiminn og öðrum útúr honum er —
a. m. k. í Chátillonhéraðinu — hlutverk sömu persónu, gamallar konu
sem kann jafn vel að fara með bleyjur og líkklæði, sem bæði þvær þeim
nýfæddu og hinum látnu og er þannig eins konar þvottakona. Og
þvottakonurnar hjálpa einmitt úlfinum að deyja en stúlkunni að lifa.
Vistin í kofa ömmunnar hefur þannig öll einkenni vígsluathafnar sem
líka sést á aðferðinni við að fara inn og út sem fyrst minnir á dauða,
síðan fæðingu. Litla stúlkan er þar leidd í allan sannleik um framtíð sína
sem kona og sú kennsla er bæði skipuleg og verkleg. A leiðinni þangað
hefur hún kynnst saumaskapnum sem tilheyrir lífi hennar sem ungmey,
í kofanum tekur hún við æxlunarhlutverki ömmunnar um leið og hún
lærir að matbúa, en það er hlutverk eiginkvenna og mæðra. Þá kemur
hin eiginlega kynlífsvígsla í örmum úlfsins og hjá þvottakonunum
tileinkar hún sér loks hina þriðju kunnáttu kvenna, þvottinn, fæðingar-
hjálpina, sem einkum er bundin við gömlu konurnar.
Alltof vinsœll úlfur
Sú litla hefur þannig ekki eytt tíma sínum til einskis í heimsókninni til
ömmu sinnar. Utlærð í húshaldi og vígð til kynhlutverks síns getur hún
farið heim aftur. Hafi hún „séð“ úlfinn er ekki lengur hægt að láta sér
nægja þann boðskap sem fram kemur í hinni skrifuðu sögu Perraults; í
þeirri sögu kvenlegra örlaga sem munnlega hefðin geymir er úlfurinn alls
ekki eini áhrifavaldurinn.
Sagan sýnir nefnilega hvernig hæfileikinn til æxlunar flyst frá konu til
konu en flettir um leið ofan af þeim átökum sem því fylgja, samkeppni
sem er svo hörð að leitt getur til algerrar eyðingar. Séu konur flokkaðar
eftir þroskastigi líkama sinna leiðir það til sundrungar og ójafnaðar.
E. t. v. er þar að finna aðalorsök þess að átök þeirra innbyrðis verða svo
hörð. Mörg ævintýri taka upp þessa hlið á samskiptum kvenna, tilhneig-
inguna að ryðja hver annarri úr vegi, hvort sem þar er um að ræða konur
sömu kynslóðar (sbr. sögurnar um fölsku brúðina) eða konur ólíkra
303