Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 62
Tímarit Máls og mennirtgar
saumakonunni, til að taka út kynþroskann. Títuprjónarnir sem hún fær
eru andstæða saumnálanna, sem tengjast vinnunni og eru notaðar til að
gera við rifin föt, en þó sérstaklega þeirra með stóru augun (slitnu eða
mikið notuðu?), sem heyra til gömlum konum og ömmum sem eru
farnar að sjá illa. Þar höfum við upplýsingar um hvar í þróuninni
amman er stödd því ef hægt er að skilja táknmál títuprjónanna og
saumnálanna á þann hátt sem lagt var til hér að framan, þá má líka ráða í
merkingu sjónarinnar í sama umhverfi. Að „sjá“ merkir nefnilega að
hafa blæðingar — að sjá ekki lengur táknar að þær eru úr sögunni. Þetta
þýðir að aðalpersónur sögunnar eru ung stúlka sem er að komast á
giftingaraldurinn og gömul kona sem komin er úr barneign, dótturdóttir
og amma.
Athugun á breytilegum nöfnum veganna í hinum mismunandi gerð-
um leiðir til sömu niðurstöðu: smásteinar, þyrnarnir og runnarnir sem
rífa og stinga tilheyra sama blóðuga táknmáli og títuprjónarnir. I
Provence buðu strákarnir draumadísum sínum steina eða öllu heldur
köstuðu þeim til þeirra en títuprjónabréf þjónuðu sama tilgangi sums-
staðar annars staðar. Þó að leiðin sé ekki alltaf alsett mjóum og hvössum
hlutum er hún ævinlega merkt á einhvern hátt: litla stúlkan tínir ber eða
blóm eins og hjá Grimmsbræðrum, en hvort tveggja er tákn kynþrosk-
ans (sbr. „vera í fullum blóma“). Og þessi blóm eða ber segist hún ætla
með til ömmu sinnar eins og það sé fyrir mestu að hún fái að vita af
þeim, þ. e. kynþroskanum. Er þá nokkuð því til fyrirstöðu að líta á
minnið um rauðu húfuna hjá Perrault sem sams konar tákn og títu-
prjónana? Þetta tvennt sem hvort tveggja er tengt klæðaburði stúlkunnar
er þá sömu merkingar og útilokar hvort annað. Ef svo er hefur Saintyves
verið á réttri leið þegar hann leit á rauðu hettuna sem hliðstæðu við
rósakransinn sem stúlkurnar bera í maí. Rauðhetta er þá stúlka helguð
maímánuði, þ. e. komin á giftingaraldurinn, því maí er tákn um
kynþroska og frjósemi.
Styrkjandi máltíð
Þegar litla stúlkan kemur til ömmu sinnar býður úlfurinn henni upp á
hressingu, eða hún segist sjálf vera svöng, síðan þyrst (og loks syfjuð).
Hann segir henni þá að ná í kjöt úr skápnum og hella víni í glas handa
sér. Allt er þetta ósköp heimilislegt og innilegt, úlfurinn liggur í rúmi
sínu og horfir á hana meðan hún stússar við húsverkin, tekur til efnið í
292