Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 89
Um þjódareinkenni í myndlist
landinu. Þess vegna var landslagið upphafið, vitsmunalegt, baðað í ljósi
hinnar innri sýnar og var um leið á vissan hátt óhlutbundið. Þannig er
hið svo nefnda sígilda landslag sem ríkti fram á 19. öldina.
A annan veg fór bæjarbúum hér. Hinir uppflosnuðu bændur vildu fá
málverk af Innsveitinni, málverk sem minntu þá á hina liðnu tíð, þegar
þeir voru smalar í Hlíð og hlupu um hlaðið. Og með því að í bæjunum
voru ekki fyrir neinir listfræðingar, engin listasöfn, varð hin ástfólgna
tilfinning ráðandi á kostnað hinna listrænu tilfinninga. Ekki er ýkjalangt
síðan að á flestum málverkasýningum voru ævinlega myndir af einhverri
Innsveit, séð af hálsinum yfir bænum Hyrningsstöðum. Hinir íslensku
áhorfendur gátu þá verið algjörlega öruggir um af hverju málverkið var
og hvar listamaðurinn hafði staðið meðan hann málaði það. Þetta var
kallað að vera nákvæmur í hugsun eða jafnvel vísindalegur. Fólk hélt að
gott minni bæri vott um vitsmuni.
En vissulega ber þetta ekki mikinn vott um andagift og ekki heldur
um veruleikaskyn, heldur um vit og menningu, viðhorf og andlegt
ástand sem er heft í átthagafjötra. Og helst varð málverkið að vera
hjúpað blæ minninganna, það er að segja blæ fölsunar, tilfinningasemi
og væmni. Rugluðu menn þá gjarna saman ofstopa og ríkum tilfinning-
um. Slíkt er raunar algengt meðal listamanna hér enn í dag.
íslenskir málarar hafa kannski þetta sér til afsökunar fyrir að þeir hafa
ekki dirfst að fjalla um raunverulegan lit landsins: hina dökku jörð, hið
sinulita gras, hina skýjuðu birtu sem einkenna litaheim þjóðarinnar,
heldur hafa þeir gripið til þess bragðs að stunda flótta frá upprunalegum
lit viðfangsefnanna þótt þeir varðveiti form fjalla eða gjánna. Ofstopi ber
vott um andlega fátækt.
Listmálarar hér hafa fremur stundað að koma til móts við en koma
fram eins og þeir eru klæddir. Þeir hafa fremur tekið tillit til smekks
almennings en reynt beinlínis að móta hann. Hérlendis hefur listviljinn
orðið að lúta í lægra haldi, og það ekki aðeins á sviði málaralistar heldur
einnig á öllum listasviðum.
Höfuðsökina á þessu á hin falska alþýðutrú, sú að brjóstvitið sé besta
vitið. En þetta er ekki eina ástæðan, hið smáa stjórnmálasnið er einnig
sver þáttur í litum menningar og listametnaði. Ekki hefur bætt úr skák
að flestir Islendingar eru af almúganum komnir en hafa risið til efna-
legrar velmegunar, og nýríkir smjaðra þeir fyrir fortíðinni í orði en eyða
verðmætum hennar á borði og breiða yfir rústirnar afar hráa liti. Vegna
fámennisins er svo sérhver athöfn okkar barátta í návígi, þannig að
319