Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 59
Rauðhetta í munnlegri geymd draga athyglina að þessu mannáti stúlkubarnsins auk þess sem það er undirstrikað enn frekar með öðrum stílbrögðum. Um leið lenda þær stúlkan og amma hennar í sviðsljósi sögunnar fremur en stúlkan og úlfurinn. Telpukornið verður eiginlega ófreskjan í sögunni, úlfurinn er jú bara að sinna sínu starfi, en amman verður aðalfórnarlambið, jafnvel aðalpersónan. Til þess benda a. m. k. gerðir sem bera titilinn „Sagan af ömmunni". Það er eins og fyrrnefndum fræðimönnum hafi ekki tekist að losna undan áhrifum skrásettu sagnanna og þeir hafi verið algerlega lokaðir fyrir hinni munnlegu hefð. Dáleiddir af úlfinum hafa þeir steingleymt ömmu gömlu. Við skulum því enn einu sinni líta á söguna í heild sinni eins og hún hefur verið í hinni munnlegu geymd. Staðreyndin er sú að rauðu hettuna er einungis að finna hjá Perrault, í munnlegu gerðunum er bara talað um „litla stúlku“ eða „stúlku“ sem ekki hefur neitt nafn nema í Touraine þar sem hún heitir Jeanette eða Fillon — Fillette. Ekkert er sérstakt við klæðnað hennar nema í þrem afbrigðum þar sem hún á „járnslegna tréskó“ (Forez) eða „járnkjól" (Nivernais og Velay). Þar fylgir það sögunni að hún geti ekki farið til ömmu sinnar fyrr en þessi plögg séu útslitin. Hún nuddar þá kjólnum utan í veggi til að rífa hann eða hendir tréskónum á steina þar til þeir eyðileggjast. Þetta fataminni sem er heldur sjaldgæft og tengist hér grjótinu á veginum og þyrnunum skilst kannski helst í sambandi við minnið sem á eftir kemur. Þegar hún hittir úlfinn verður hún alltaf að velja sér veg, annaðhvort leið títuprjónanna eða saumnálanna, og úlfurinn beygir sig fyrir valdi hennar og fer sjálfur þá leið sem hún hefur hafnað. Við fyrstu sýn virðist það vera tilviljun ein sem ræður valinu þar sem báðar leiðir einkennast af beittum, oddhvöss- um og stingandi hlutum. Þannig skiptast þær gerðir sem skráðar voru í Dauphiné 1950—1959 jafnt þarna á milli, fjórum sinnum velur stúlkan títuprjónana, fjórum sinnum saumnálarnar. En í þeim þrem afbrigðum sem V. Smith skrifaði niður í Velay 1874 velur hún alltaf saumnálaveg- inn. Stundum gefur hún upp ástæðuna: í einni gerð frá Forez velur hún títuprjónana og segist ætla að gefa þá ömmu sinni; í annarri gerð, líka frá Forez, segir hún: „Eg vil heldur veginn með títuprjónunum sem ég get notað til að gera mig fína en veginn með saumnálunum sem maður verður að vinna með.“ I Olpunum þar sem hún velur saumnálarnar segist hún ætla að nota þær til að „gera við kjólinn sinn sem er rifinn“ og í Morvan þar sem hún velur eins segir hún: „Eg ætla að hirða þær sem hafa stór augu handa ömmu minni því hún er farin að sjá svo illa.“ 289
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.