Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar sjaldgæft að persóna snúi aftur til upphafsstöðu sinnar (sem líka er nei- kvæð), svo að við táknum það einnig sem möguleika með punktalínu. I staðinn bætist við ný staða, sem líkist upphafsstöðunni, með þeim mikil- væga mun að óþægindin hafa verið fjarlægð. Skýringin er þannig að í viðleitni sinni til að bæta úr vöntuninni lendir gerandinn í ýmsum hættum sem fela í sér dauðann sem möguleika. Svo haldið sé áfram með Andra, þá lendir hann í þessu í bókinni EG UM MIG FRÁ MER TIL MIN, þar sem hann hugleiðir sjálfsmorð: „Best að binda endi á þetta.“ (bls. 31). I niðurlagi Persóna og leikenda er Andri enn að leita að réttu hlutverki í lífinu, hann er enn leikandi. En staða hans er þó önnur en í upphafi sögunnar. Hann hefur stigið skref sem breytir stöðu hans, hann er kominn til útlanda. Við verðum að gera ráð fyrir að allir textar feli í sér röklega séð tvær hugsanlegar lausnir: dauðann sem alltaf er mögulegur, og lokaaðstæður sem eru öðruvísi en aðstæður í upphafi. Við skulum taka tvö dæmi til viðbótar: I sögunni Talað í rör eftir Véstein Lúðvíksson leitar aðalpersónan að skýringu á því hvers vegna einmitt hann skuli dæmdur til að vinna við katlana í leiðinlegri fiskimjölsverksmiðju. Hann vinnur einn sér í lítilli kompu og kemst aðeins í samband við umheiminn gegnum mjótt rör sem liggur inn til verkstjórans. Persónan finnur ekki aðeins skýringu heldur býr hana til sjálf. Hann ímyndar sér að honum hafi orðið það á í einveru sinni að tala svo hátt að verkstjórinn við hinn enda rörsins hafi heyrt hvernig hann bölvaði verksmiðjunni og yfir- mönnum sínum. Nú hefur hann skýringu: „Þeir ætla að þegja ef ég fæst til að vera áfram á kötlunum en kjafta frá ef ég segi upp.“ (I fáum dráttum, bls. 181). Hann kemst þá fyrst að þessari skýringu eftir að hafa síhækkað róminn (þ. e. í huga sér, allt er þetta hugsað tal) svo að hann er að lokum ekki viss um hvort hann hefur æpt eða ekki. Hróp hans ná hámarki þegar hann ímyndar sér að hann ætli að sprengja verksmiðjuna í loft upp, ef hann verði ekki fluttur. Það er hér sem dauðinn birtist sem möguleg lausn. Smásagan hefði getað endað með sprengingunni eins og sagan um Andra hefði getað endað á sjálfsmorði. Það er annars þversögn í Talað í rör að ósk mannsins um flutning heyrist ekki þótt hann hrópi og kalli, jafnframt því að hann segir ekkert og er þó hræddur um að til sín heyrist. Þetta á sjálfsagt að sýna sjálfskúgun verka- mannsins (ytra vald er innbyrt og verður innra vald) og þá þversögn að verkalýðurinn hefur aldrei búið við betri efnaleg kjör en undir oki þess kapítalisma sem kúgar hann. Þessu má lýsa með líkaninu: 326
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.