Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar
sem veldur því að höfundargervið er sem sniðið handa honum. Sú nið-
urstaða að skáldskapurinn skrifi gerandann sem einstakling sýnir einmitt að
höfundar eru menn sem hafa einkar mikinn áhuga á að velta þessum gerandi
einstaklingi fyrir sér.
Samantekt
Tákneðlisfræði er samruni málvísinda (Saussure), textavísinda
(formgerðarstefna/Roman Jakobson) og sálgreiningar (Freud/Lacan).
Tákneðlisfræðin gerir táknið að grundvallarhugtaki og málið að
aðalviðfangsefni í mannvísindum.
Tákneðlisfræðileg textagreining spannar ferns konar greiningu: þema-
greiningu, ferlisgreiningu, orðræðugreiningu og greiningu textasamhengis.
Þessar greiningar eru ekki reikningsdæmi sem hægt er að gera upp heldur
verður að lesa þær sem tákn af sviði sálgreiningarinnar:
þemu eru lesin sem tákn um þá hluti sem löngun gerandans beinist að
ferli er lesið sem tákn um formgerð gerandans
orðræðan er lesin sem tákn um staðsetningu gerandans
textasamhengið er lesið sem tákn um skilyrðin fyrir valkostum gerandans.
Svavar Sigmundsson þýddi
Skýringargreinar
1) Munurinn á táknfræði (semiologi) og tákneðlisfræði (semiotik): táknfræðin
varð til, eins og Saussure hafði sagt fyrir, og tengdist einkum svokallaðri
glossematik í málvísindum (Louis Hjelmslev). Síðan dró kraft úr henni og
hún efldist fyrst að nýju í lok sjöunda áratugarins sem afsprengi
formgerðarstefnu, málvísinda og sálgreiningar undir nafninu tákneðlis-
fræði. Þessum hugtökum hefur ekki alltaf verið haldið skýrt aðgreindum,
t. d. segir Terence Hawkes að ’semiotics’ sé einkum notað í enskumælandi
heimi en ’semiologi’ annars staðar í Evrópu.
2) Líkanið skýrir sig e. t. v. ekki sjálft. A. J. Greimas hefur þróað það í
ritunum Sémantique structurale og Du sens. Það grundvallast á því að hægt
er að skipa inntaki texta í andstæður. Hægt er að lesa texta þannig að þeir
fjalli um slíkar andstæðutvenndir, t. d. um sambandið milli lífs og dauða,
náttúru og menningar, kvenleika og karlmennsku. En líkanið getur jafn-
framt lýst ferli texta. Fyrirætlun aðalpersónu er ævinlega í því fólgin að
komast burt frá neikvæðu skauti í átt til hins jákvæða. Atburðarásin á
yfirborði textans getur reyndar hreyfst í gagnstæða átt, í átt til þess
334