Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar
skírskotun til heils skeiðs í veraldarsögunni. I sögum hans birtast í
endurskapaðri mynd hinar ýmsu ógnir 20. aldarinnar. Hann dregur upp
samfélagsmynd sem birtist okkur í ýmsum og ólíkum formum bæði í
austri og vestri, kerfi sem treður á veraldlegum og andlegum þörfum
einstaklingsins, en leggur allt sitt í innantóma yfirborðsásýnd og endur-
framleiðslu sjálfs sín. Því eins og segir um dómstólinn í Réttarhöldun-
um, þá bætir slíkt kerfi sér hverja „smátruflun auðveldlega upp á öðrum
stað — allt er þó í samhengi — og helst óbreytt ef það verður þá ekki,
sem raunar er sennilegt, enn lokaðra, en athugulla, enn strangara, enn
illgjarnara.“ — Og það er óendanlega erfitt fyrir einstaklinginn að öðlast
ljósa hugmynd um þetta samhengi.
Eins og ýmsir höfundar sem síðar komu sýnir Kafka þessa veröld sem
fáránlegan („absúrd") íverustað; hún gegnir eigin rökum en engri mann-
legri skynsemi. Hann afhjúpar nútímaaðstæður sem geta gert það sárs-
aukafullt að „vera til og vita af því“, að velta fyrir sér þeim lögmálum
„lífs og tilveru sem gilda um allt og þá einnig um mitt líf og þitt á þessari
stundu og við þessar aðstæður.“ Þetta vitsmunastarf sendir ýmsar
persónur Kafka í glötun en — og því má ekki gleyma — ekki hann
sjálfan. Það vitundarfrelsi sem þær aldrei öðlast og var honum sjálfum
kvöl, notar hann sér til hins ítrasta. Með því að skrifa, sem er framtak,
framlag til mannlegs lífs. Jafnframt skal lögð á það áhersla, vegna
misskilnings sem hugtakið „absúrd“-bókmenntir leiðir oft af sér, að
verk Kafka eru ekki fáránleg, því þau hafa fáránleikann að viðfangsefni
sínu; þau eru ekki innantóm, því þau fjalla um tómleikann í lífi
nútímamannsins; sögur hans eru hvorki vonlausar né boða þær angist,
því þær fjalla um vonleysið og þá skelfingu sem býr ekki djúpt undir
yfirborði nútímalífs. — Kafka sagði eitt sinn að hann væri ekki
„gagnrýnandi" heldur „áhorfandi“. Þó svo segja megi að það felist
gagnrýni í sjálfu vali hans á viðfangsefnum, stafa ónot lesandans ekki síst
af því að hann er ósjálfrátt kominn í hlutverk gagnrýnanda á þann
vitnisburð um lífið sem áhorfandinn Kafka skráði af samviskusemi. Býr
ekki í þessum vitnisburði einmitt „öxin á freðið hafið í okkur“ og þar
með kröftugt ákall um að það þurfi að breyta heiminum?
Það hæfir ekki að fátækleg orð mín verði þau síðustu hér. Eg lýk
greininni með dagbókarfærslu Kafka sem er álíka tvíræð og flest hans
verk; allt veltur á því hvernig við skiljum hana:27
Líf mitt er hikið fyrir fæðinguna.
280