Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 50
Tímarit Máls og menningar skírskotun til heils skeiðs í veraldarsögunni. I sögum hans birtast í endurskapaðri mynd hinar ýmsu ógnir 20. aldarinnar. Hann dregur upp samfélagsmynd sem birtist okkur í ýmsum og ólíkum formum bæði í austri og vestri, kerfi sem treður á veraldlegum og andlegum þörfum einstaklingsins, en leggur allt sitt í innantóma yfirborðsásýnd og endur- framleiðslu sjálfs sín. Því eins og segir um dómstólinn í Réttarhöldun- um, þá bætir slíkt kerfi sér hverja „smátruflun auðveldlega upp á öðrum stað — allt er þó í samhengi — og helst óbreytt ef það verður þá ekki, sem raunar er sennilegt, enn lokaðra, en athugulla, enn strangara, enn illgjarnara.“ — Og það er óendanlega erfitt fyrir einstaklinginn að öðlast ljósa hugmynd um þetta samhengi. Eins og ýmsir höfundar sem síðar komu sýnir Kafka þessa veröld sem fáránlegan („absúrd") íverustað; hún gegnir eigin rökum en engri mann- legri skynsemi. Hann afhjúpar nútímaaðstæður sem geta gert það sárs- aukafullt að „vera til og vita af því“, að velta fyrir sér þeim lögmálum „lífs og tilveru sem gilda um allt og þá einnig um mitt líf og þitt á þessari stundu og við þessar aðstæður.“ Þetta vitsmunastarf sendir ýmsar persónur Kafka í glötun en — og því má ekki gleyma — ekki hann sjálfan. Það vitundarfrelsi sem þær aldrei öðlast og var honum sjálfum kvöl, notar hann sér til hins ítrasta. Með því að skrifa, sem er framtak, framlag til mannlegs lífs. Jafnframt skal lögð á það áhersla, vegna misskilnings sem hugtakið „absúrd“-bókmenntir leiðir oft af sér, að verk Kafka eru ekki fáránleg, því þau hafa fáránleikann að viðfangsefni sínu; þau eru ekki innantóm, því þau fjalla um tómleikann í lífi nútímamannsins; sögur hans eru hvorki vonlausar né boða þær angist, því þær fjalla um vonleysið og þá skelfingu sem býr ekki djúpt undir yfirborði nútímalífs. — Kafka sagði eitt sinn að hann væri ekki „gagnrýnandi" heldur „áhorfandi“. Þó svo segja megi að það felist gagnrýni í sjálfu vali hans á viðfangsefnum, stafa ónot lesandans ekki síst af því að hann er ósjálfrátt kominn í hlutverk gagnrýnanda á þann vitnisburð um lífið sem áhorfandinn Kafka skráði af samviskusemi. Býr ekki í þessum vitnisburði einmitt „öxin á freðið hafið í okkur“ og þar með kröftugt ákall um að það þurfi að breyta heiminum? Það hæfir ekki að fátækleg orð mín verði þau síðustu hér. Eg lýk greininni með dagbókarfærslu Kafka sem er álíka tvíræð og flest hans verk; allt veltur á því hvernig við skiljum hana:27 Líf mitt er hikið fyrir fæðinguna. 280
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.