Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar Kofinn í skóginum Hvert er þá erindi litlu stúlkunnar til ömmu sinnar? Að verða kona, að uppgötva tilgang sinn í lífinu? Mundi sagan þá fjalla um vígsiu, töku barns í tölu fullorðinna? Látum okkur rannsaka stíginn og staðinn svolítið betur. Leið stúlkunnar liggur að kofa lengst inni í skóginum, meðfram veginum tínir hún upp títuprjóna. Kofinn er sagður dimmur — það er jafnvel til að hann sé hellir (ítalskt afbrigði); alltaf er eitthvað erfitt að opna dyrnar eða að minnsta kosti svo flókið að amman ein getur ráðið fram úr því; sú litla sleppur yfirleitt heil á húfi eftir að hafa afrekað sitt af hverju: matreitt og innbyrt ömmu sína, sofið og legið með úlfinum. Við skulum sjá hvernig hún kemst inn og út, þegar það tekst. Inngöngunni er alltaf lýst, hjá Perrault með dularfullri formúlu: „Tire la chevillette, la bobinette cherra“ sem kemur fyrir í mismunandi tilbrigð- um í sumum munnlegu gerðunum: „Togaðu í snærið þá lyftist lokan“, eða „Vire la tricolére". Hvernig sem formúlan er verður litla stúlkan sjálf að koma sér inn eftir fyrirsögn ömmunnar sem liggur í rúminu og getur ekki farið á fætur eftir því sem hún segir sjálf. I einni sögunni frá Haute- Loire er þetta inngönguatriði enn furðulegra: Þegar stúlkan kemur kallar hún til móður sinnar og spyr hvernig hún eigi að komast inn því dyrnar séu læstar. Þá svarar úlfurinn sem liggur í rúmi konunnar: „Farðu gegnum kattarlúguna, svarta hænan komst þar inn!“ — „Æ mamma, ég er komin inn með fæturna, hitt kemur sjálfsagt líka. Það tekst.“ Að koma með fæturna á undan er orðtak sem merkir inngöngu í ríki hinna dauðu. Þessa undarlegu aðferð við að komast inn í húsið verður að sjá í samhengi við það sem á eftir kemur, hvernig hún kemst út aftur, en það er eins í mörgum gerðum, sérstaklega frá Nivernais. Þar strýkur hún undir því yfirskini að hún ætli að gera þarfir sínar, en hefur band um fótinn. Komin út festir hún það við tré, slítur það eða klippir með skærunum sínum líkt og það væri naflastrengur. Er þetta ekki útganga sem líkist fæðingu eftir inngöngu sem minnir á dauða? Stundum kemur önnur sena á eftir sem svipar til hefðbundinna fæðingarsiða bændasam- félagsins. Ulfurinn áttar sig á bragði stúlkunnar og veitir henni eftirför. Þá verður fyrir henni á sem hún kemst ekki yfir. Þar eru konur við þvott 302
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.