Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar
Kofinn í skóginum
Hvert er þá erindi litlu stúlkunnar til ömmu sinnar? Að verða kona, að
uppgötva tilgang sinn í lífinu? Mundi sagan þá fjalla um vígsiu, töku
barns í tölu fullorðinna? Látum okkur rannsaka stíginn og staðinn
svolítið betur. Leið stúlkunnar liggur að kofa lengst inni í skóginum,
meðfram veginum tínir hún upp títuprjóna. Kofinn er sagður dimmur —
það er jafnvel til að hann sé hellir (ítalskt afbrigði); alltaf er eitthvað
erfitt að opna dyrnar eða að minnsta kosti svo flókið að amman ein getur
ráðið fram úr því; sú litla sleppur yfirleitt heil á húfi eftir að hafa afrekað
sitt af hverju: matreitt og innbyrt ömmu sína, sofið og legið með
úlfinum.
Við skulum sjá hvernig hún kemst inn og út, þegar það tekst.
Inngöngunni er alltaf lýst, hjá Perrault með dularfullri formúlu: „Tire la
chevillette, la bobinette cherra“ sem kemur fyrir í mismunandi tilbrigð-
um í sumum munnlegu gerðunum: „Togaðu í snærið þá lyftist lokan“,
eða „Vire la tricolére". Hvernig sem formúlan er verður litla stúlkan sjálf
að koma sér inn eftir fyrirsögn ömmunnar sem liggur í rúminu og getur
ekki farið á fætur eftir því sem hún segir sjálf. I einni sögunni frá Haute-
Loire er þetta inngönguatriði enn furðulegra:
Þegar stúlkan kemur kallar hún til móður sinnar og spyr hvernig
hún eigi að komast inn því dyrnar séu læstar. Þá svarar úlfurinn
sem liggur í rúmi konunnar: „Farðu gegnum kattarlúguna, svarta
hænan komst þar inn!“ — „Æ mamma, ég er komin inn með
fæturna, hitt kemur sjálfsagt líka. Það tekst.“
Að koma með fæturna á undan er orðtak sem merkir inngöngu í ríki
hinna dauðu. Þessa undarlegu aðferð við að komast inn í húsið verður að
sjá í samhengi við það sem á eftir kemur, hvernig hún kemst út aftur, en
það er eins í mörgum gerðum, sérstaklega frá Nivernais. Þar strýkur hún
undir því yfirskini að hún ætli að gera þarfir sínar, en hefur band um
fótinn. Komin út festir hún það við tré, slítur það eða klippir með
skærunum sínum líkt og það væri naflastrengur. Er þetta ekki útganga
sem líkist fæðingu eftir inngöngu sem minnir á dauða? Stundum kemur
önnur sena á eftir sem svipar til hefðbundinna fæðingarsiða bændasam-
félagsins. Ulfurinn áttar sig á bragði stúlkunnar og veitir henni eftirför.
Þá verður fyrir henni á sem hún kemst ekki yfir. Þar eru konur við þvott
302