Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 39
Ég var í miklum vanda staddur
þar ekki undanskilinn; eins og flestir aðrir gagnrýnendur ræðst hann í
frægri ritgerð sinni til atlögu við dularfullan texta Kafka og túlkar hann
með hugtökum „að ofan“.
Raunin er væntanlega sú að við lestur á verkum Kafka myndast
ákveðin spenna milli bókstaflegrar „merkingar“ textans og hverrar
þeirrar túlkunar sem lesandi þekur textann með. Þar sem ekki liggur
skírskotun til neins tiltekins eða takmarkaðs hluta af raunheimi okkar í
sögum Kafka er kannski skiljanlegt að túlkanir á þeim skuli vera
fjölmargar og af ólíkustu gerðum; fræðimenn hafa sótt hugtök sín og
útskýringar til trúarbragða, sálarfræði, existensíalisma, þjóðfélagsfræði
og marxisma, vitnað í sögu gyðingdómsins, höfðað til eftirlætishöfunda
sem kunna að hafa haft áhrif á Kafka og svo auðvitað grúskað í lífi hans
sjálfs í skilningsleit. Ekki er hér rúm til að gefa ljósa hugmynd um
fjölbreytni þeirra túlkana sem verk Kafka verða fyrir, en ég bendi á
eftirmála hinnar íslensku útgáfu á Réttarhöldunum, þar sem fjallað
verður um ýmsar túlkunarleiðir að þeirri skáldsögu. — Gallinn við
flestar túlkanir á Kafka er að í þeim er reynt að sætta verk hans við
tiltölulega einhlíta útleggingu, slétta úr sögunum, veita lesendum þægi-
legan aðgang að þeim. En eitt höfuðeinkenni verkanna, séu þau lesin af
næmi, er að þau vekja með lesandanum viss ónot; hann skynjar að þau
eru að segja honum eitthvað ógnarlega mikilvægt, en hann fær ekki
skilið vel hvað það er; þau láta skilaboðin ekki fullkomlega af hendi. Er
ekki fólgin í þessu viss sannleikur um lífið sjálft? Ef til vill er lausnin
fremur sú að lesandi hverfi inn í þetta leyndarmál, eins og gefið er í skyn
í sögunni hér á eftir.
Kafka var sér afar meðvitaður um þessi vandamál. Skilningur á
bókmenntaverkum og afstaða til þeirra var honum ætíð hugleikið efni
og ýmsar smásögur hans virðast öðrum þræði fjalla vísvitað um túlkun-
arvandann (og tengist hann þá jafnframt vandanum við að túlka lífið.)
Benda má á „Ahyggjur húsbóndans“ og einnig á „Frammi fyrir iögun-
um“, smásögu sem líka myndar hluta af 9. kafla Réttarhaldanna þar sem
Jósef K. heyrir hana af vörum fangelsisprestsins. Sú saga sem hér verður
látin fljóta með heitir hreinlega „Um dæmisögurnar“; má lengi velta
vöngum yfir henni og hún getur vísað í fleiri en eina átt.
Margir kvarta yfir því að orð spekinganna séu alltaf einungis
dæmisögur en ónothæf í daglega lífinu, því eina lífi sem við eigum.
Þegar spekingurinn segir: „Farðu yfir um“, þá á hann ekki við að
269