Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 39
Ég var í miklum vanda staddur þar ekki undanskilinn; eins og flestir aðrir gagnrýnendur ræðst hann í frægri ritgerð sinni til atlögu við dularfullan texta Kafka og túlkar hann með hugtökum „að ofan“. Raunin er væntanlega sú að við lestur á verkum Kafka myndast ákveðin spenna milli bókstaflegrar „merkingar“ textans og hverrar þeirrar túlkunar sem lesandi þekur textann með. Þar sem ekki liggur skírskotun til neins tiltekins eða takmarkaðs hluta af raunheimi okkar í sögum Kafka er kannski skiljanlegt að túlkanir á þeim skuli vera fjölmargar og af ólíkustu gerðum; fræðimenn hafa sótt hugtök sín og útskýringar til trúarbragða, sálarfræði, existensíalisma, þjóðfélagsfræði og marxisma, vitnað í sögu gyðingdómsins, höfðað til eftirlætishöfunda sem kunna að hafa haft áhrif á Kafka og svo auðvitað grúskað í lífi hans sjálfs í skilningsleit. Ekki er hér rúm til að gefa ljósa hugmynd um fjölbreytni þeirra túlkana sem verk Kafka verða fyrir, en ég bendi á eftirmála hinnar íslensku útgáfu á Réttarhöldunum, þar sem fjallað verður um ýmsar túlkunarleiðir að þeirri skáldsögu. — Gallinn við flestar túlkanir á Kafka er að í þeim er reynt að sætta verk hans við tiltölulega einhlíta útleggingu, slétta úr sögunum, veita lesendum þægi- legan aðgang að þeim. En eitt höfuðeinkenni verkanna, séu þau lesin af næmi, er að þau vekja með lesandanum viss ónot; hann skynjar að þau eru að segja honum eitthvað ógnarlega mikilvægt, en hann fær ekki skilið vel hvað það er; þau láta skilaboðin ekki fullkomlega af hendi. Er ekki fólgin í þessu viss sannleikur um lífið sjálft? Ef til vill er lausnin fremur sú að lesandi hverfi inn í þetta leyndarmál, eins og gefið er í skyn í sögunni hér á eftir. Kafka var sér afar meðvitaður um þessi vandamál. Skilningur á bókmenntaverkum og afstaða til þeirra var honum ætíð hugleikið efni og ýmsar smásögur hans virðast öðrum þræði fjalla vísvitað um túlkun- arvandann (og tengist hann þá jafnframt vandanum við að túlka lífið.) Benda má á „Ahyggjur húsbóndans“ og einnig á „Frammi fyrir iögun- um“, smásögu sem líka myndar hluta af 9. kafla Réttarhaldanna þar sem Jósef K. heyrir hana af vörum fangelsisprestsins. Sú saga sem hér verður látin fljóta með heitir hreinlega „Um dæmisögurnar“; má lengi velta vöngum yfir henni og hún getur vísað í fleiri en eina átt. Margir kvarta yfir því að orð spekinganna séu alltaf einungis dæmisögur en ónothæf í daglega lífinu, því eina lífi sem við eigum. Þegar spekingurinn segir: „Farðu yfir um“, þá á hann ekki við að 269
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.