Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 25
Fimm sögur
stimplar — kannski hlypi þá ungur áhorfandi á efstu svölum niður
löngu tröppurnar gegnum alla áhorfendapallana, geystist inn á hring-
sviðið, hrópaði: Stöðvið! í gegnum lúðraþyt hljómsveitarinnar sem
alltaf lagar sig að hverju atriði.
En þar sem þessu er ekki þannig farið, falleg kona, hvít og rauð,
svífur fram milli fortjaldanna sem stoltir þjónar í skrautklæðum opna
fyrir henni; forstjórinn, auðmjúkur leitandi augnaráðs hennar, másar
í átt til hennar eins og dýr, lyftir henni umhyggjusamur á bak
apalgráa hestinum eins og hún væri ástkærasta barnabarn hans sem
legði í hættulega ferð; getur ekki tekið ákvörðun um að gefa merkið
með svipunni; herðir sig upp að lokum og lætur smella í henni;
hleypur opinmynntur samhliða hestinum; fylgir stökkum reiðkon-
unnar eftir með hvössu augnaráði; fær tæpast skilið leikni hennar;
reynir að vara við með enskum upphrópunum; hestasveinunum sem
halda hringgjörðunum fyrirskipar hann reiðilega að sýna ítrustu
árvekni; á undan stóra heljarstökkinu særir hann með uppréttum
höndum hljómsveitina til að þagna; að lokum lyftir hann þeirri litlu
af titrandi hestinum, kyssir hana á báða vanga og telur fagnaðarlæti
áhorfenda aldrei nægileg; á meðan hún sjálf, studd af honum, stendur
á tánum umslungin ryki, breiðir út faðminn, hallar kollinum aftur á
bak og vill deila hamingju sinni með öllu hringleikahúsinu — úr því
að þessu er þannig farið leggst svalagesturinn með andlitið fram á
handriðið og í lokamarsinum, líkt og sökkvandi í þungum draumi,
grætur hann án þess að vita af því.
Brúin
Ég var stjarfur og kaldur, ég var brú, yfir hyldýpi lá ég. Hérna megin
var tánum en hinum megin höndunum borað niður, í gljúpan leirinn
beit ég mig fastan. Frakkalöf mín blöktu til beggja hliða. I djúpinu
ólgaði ískaldur silungalækurinn. Enginn ferðalangur villtist upp á
255