Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 63
Rauðhetta í munnlegri geymd
matinn, kveikir upp eld og hrærir í pottunum. I öllum tilfellum kemur
það greinilega fram að úlfurinn hefur þegar fengið sinn skerf af ömm-
unni en það er hvergi minnst á matseld í því sambandi: hann gleypir
hana hráa og veit vel hvað hann gerir. Máltíð stúlkubarnsins hefur hins
vegar öll sömu einkenni og borðhald Atreifs sem skv. grískum goð-
sögum matreiddi syni bróður síns: óviljandi eða a. m. k. ómeðvitað
mannát — og vandaða matreiðslu.
En hvaða sósa er nú höfð með ömmunni? Við skulum sem snöggvast
rifja upp athæfi úlfsins: hann kemur aðvífandi, drepur ömmuna, étur
hluta af henni, tappar af henni blóði og hellir því í flösku, glas, skál eða
disk, og kjötið — það er orðið sem notað er — setur hann ofan í kistu eða
inn í skáp. I einni gerð sögunnar er það höfuðið sem hann leggur á disk, í
annarri leggur hann fæturna til hliðar (og litla stúlkan notar þá síðan til
að kveikja upp í eldavélinni). Með öðrum orðum: þetta er eins og hver
önnur gripaslátrun, sem í einu afbrigði, frá ítalska Týról, er puntað upp
á með svolitlum viðbótarhryllingi:
Hann (í þessu tilfelli risinn sem hér er í hlutverki úlfsins) drap
gömlu konuna, gleypti hana í sig og lagðist svo í rúmið; áður hafði
hann hengt upp garnirnar utan við dyrnar í stað klukkustrengsins
og látið blóðið, tennurnar og kjálkana í skápinn.
Misskilningurinn upphefst þegar á þröskuldinum:
Stúlkan ætlaði að opna dyrnar en fann þá að hún togaði í eitthvað
mjúkt og sagði: O, amma mín, en hvað þetta er mjúkt!
— Þegiðu bara og togaðu, það eru garnirnar úr henni ömmu.
— Hvað segirðu?
— Þegiðu bara og togaðu!
Síðan kemur röðin að matseld litlu stúlkunnar: annaðhvort biður úlfur-
inn hana að borða það sem er yfir eldinum eða taka fram kjötið úr
skápnum og sjóða það. Strax við fyrsta munnbitann fær stúlkan að vita
hvers kyns er: „Þú ert að borða kjötið af ömmu þinni!“ Næst er það
blóðið úr ömmunni, sem hún drekkur í staðinn fyrir vín eða steikir það
á pönnu eins og í ýmsum gerðum frá Touraine og Ölpunum. Rækilega
er tekið fram hver uppskriftin er, því meðan hún eldar matinn heyrir
hún:
293