Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 63
Rauðhetta í munnlegri geymd matinn, kveikir upp eld og hrærir í pottunum. I öllum tilfellum kemur það greinilega fram að úlfurinn hefur þegar fengið sinn skerf af ömm- unni en það er hvergi minnst á matseld í því sambandi: hann gleypir hana hráa og veit vel hvað hann gerir. Máltíð stúlkubarnsins hefur hins vegar öll sömu einkenni og borðhald Atreifs sem skv. grískum goð- sögum matreiddi syni bróður síns: óviljandi eða a. m. k. ómeðvitað mannát — og vandaða matreiðslu. En hvaða sósa er nú höfð með ömmunni? Við skulum sem snöggvast rifja upp athæfi úlfsins: hann kemur aðvífandi, drepur ömmuna, étur hluta af henni, tappar af henni blóði og hellir því í flösku, glas, skál eða disk, og kjötið — það er orðið sem notað er — setur hann ofan í kistu eða inn í skáp. I einni gerð sögunnar er það höfuðið sem hann leggur á disk, í annarri leggur hann fæturna til hliðar (og litla stúlkan notar þá síðan til að kveikja upp í eldavélinni). Með öðrum orðum: þetta er eins og hver önnur gripaslátrun, sem í einu afbrigði, frá ítalska Týról, er puntað upp á með svolitlum viðbótarhryllingi: Hann (í þessu tilfelli risinn sem hér er í hlutverki úlfsins) drap gömlu konuna, gleypti hana í sig og lagðist svo í rúmið; áður hafði hann hengt upp garnirnar utan við dyrnar í stað klukkustrengsins og látið blóðið, tennurnar og kjálkana í skápinn. Misskilningurinn upphefst þegar á þröskuldinum: Stúlkan ætlaði að opna dyrnar en fann þá að hún togaði í eitthvað mjúkt og sagði: O, amma mín, en hvað þetta er mjúkt! — Þegiðu bara og togaðu, það eru garnirnar úr henni ömmu. — Hvað segirðu? — Þegiðu bara og togaðu! Síðan kemur röðin að matseld litlu stúlkunnar: annaðhvort biður úlfur- inn hana að borða það sem er yfir eldinum eða taka fram kjötið úr skápnum og sjóða það. Strax við fyrsta munnbitann fær stúlkan að vita hvers kyns er: „Þú ert að borða kjötið af ömmu þinni!“ Næst er það blóðið úr ömmunni, sem hún drekkur í staðinn fyrir vín eða steikir það á pönnu eins og í ýmsum gerðum frá Touraine og Ölpunum. Rækilega er tekið fram hver uppskriftin er, því meðan hún eldar matinn heyrir hún: 293
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.