Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 10
Timarit Máls og menningar markaðra en svo að það sé einhver allra frjósamasta hugmynd sem hefur komið fram í þjóðfélagsfræðum. Um það get ég kallað til vitnis breska sagnfræðinginn Eric J. Hobsbawm, einn af þeim samtímamönnum okkar sem mest og best hafa notað kenningar Marx í eigin rannsóknum: „Sú hugmynd Marx sem mest áhrif hefur haft í sagnfræði og félagsvísindum yfirleitt er næstum örugglega hug- myndin um grunn og yfirbyggingu, þ. e. a. s. líkan hans af þjóðfélagi settu saman af ólíkum „lögum" sem orka hvert á annað.“ (Grein Hobsbawm, Karl Marx’s Contribution to Historiography, í safnritinu Ideology in Social Science (London 1972), 272.) Þessi lög eru mikilvægur hluti af því hugtakakerfi sem ég talaði um áðan að hjálpaði okkur að hugsa skynsamlega um þjóðfélagsmál. Hitt er vélræn notkun á Marx að slá því föstu að áhrif grunnsins á yfirbygginguna séu endilega eins ríkjandi og hann lét stundum í veðri vaka. Það segir Hobs- bawm líka: „Við þurfum ekki að fallast á hvernig Marx tók annað lagið fram yfir hitt eða hvernig hann taldi að þau hefðu áhrif (að svo miklu leyti sem hann fjallaði um það) til þess að hafa gagn að líkaninu í heild.“ (Sama rit, 272—73.) Halldór Guðmundsson er að sjálfsögðu ekki einn um að gera lítið úr hugmynd Marx um grunn og yfirbyggingu. Hún hefur að undanförnu sætt bæði tómlæti og gagnrýni meðal fólks sem kallar sig marxista. Eg ímynda mér að það stafi mest af misskilningi. Annars vegar þeim að með því að fallast á lagskiptingarlíkanið hafa margir þóst gangast undir einhvers konar efnahagslega nauðhyggju sem rekst á ýmislegt sem við viljum trúa að sé rétt. Þetta sjónarmið þykist ég vera búinn að afgreiða hér á undan. Hins vegar hafa sumir þóst þurfa að koma öllum hugsanlegum fyrirbærum sem snerta þjóðfélagsumræðu fyrir annað hvort í grunni eða yfirbyggingu og leiðst þannig út í ófrjóa flokkunariðju. Eg bý ekki yfir einhlítri lausn á því hvað Marx meinti nákvæmlega með hugtökunum grunnur og yfirbygging, og ekki kæmi mér á óvart þótt finna mætti vott af ósamræmi hjá honum um það. En mér finnst sniðugastur sá skilningur sem ku koma fram á einum stað í Grundrisse að þjóðfélag sam- anstandi alls ekki af einstaklingum heldur tengslum milli einstaklinga. í sam- ræmi við þetta er lagskipt þjóðfélagslíkan Marx fyrst og fremst sett saman af því sem hann kallaði á þýsku Verhaltnisse og þýðendur á íslensku hafa venjulega kallað afstxður. (Oftast mætti nota orðið tengsl í staðinn en ekki alltaf; tengslaleysi milli persóna væri t. d. afstœða.) Grunnur þjóðfélagsins er gerður af því sem Marx kallaði framleiðsluafstæður en yfirbyggingin fyrst og fremst úr lagalegum og pólitískum afstæðum. Raunveruleg yfirráð lénsherra yfir jörð eða kapítalista yfir verksmiðju eru framleiðsluafstæður; lögin sem segja að eignar- rétturinn sé friðhelgur birta yfirbyggingarafstæður. „I framhaldi af því, en kannski án beinnar heimildar frá Marx sjálfum, liggur nærri að segja að hugmyndir sem réttlæta og verja ákveðnar framleiðsluafstæður teljist líka til yfirbyggingarinnar. Þá er skammt í að hugmyndafræði sem kemur fram í bókmenntum fái rúm þar líka. En nú kemur Halldór Guðmundsson og segir að bókmenntir séu óaðskiljanleg eining innihalds og forms, og við hljótum að 240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.