Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 31
Fimm sögur ustustúlkunni minni! Og þau koma, fjölskyldan og þorpsöldungarn- ir og afklæða mig; skólakór með kennarann í broddi fylkingar stendur fyrir framan húsið og syngur einkar einfalt lag við textann: Afklæðið hann, þá mun hann lækna, og lækni hann ekki, drepið hann þá! þett’ er bara læknir, þett’ er bara læknir. Síðan er ég afklæddur og horfi rólegur með fingurna í skegginu, drúpandi höfði á fólkið. Eg er í fullkomnu jafnvægi og öllum yfirsterkari og held því líka áfram enda þótt það stoði mig ekkert því að nú taka þau undir höfuð mitt og fætur og bera mig í rúmið. Að veggnum, þau leggja mig við hliðina á sárinu. Síðan fara þau öll út úr stofunni; dyrunum er lokað; söngurinn hljóðnar; ský dregur fyrir tunglið; hlý rúmfötin umlykja mig; eins og skuggar sveiflast hross- höfuðin í gluggaopunum. „Veistu,“ heyri ég sagt í eyra mér, „ég ber mjög lítið traust til þín. Enda var þér bara fleygt einhvers staðar, kemur ekki á eigin fótum. I stað þess að hjálpa þrengirðu að mér á dánarbeðnum. Helst vildi ég klóra úr þér augun.“ „Það er rétt,“ segi ég, „það er skömm að þessu. En ég er nú læknir. Hvað á ég að gera? Trúðu mér, það er ekki heldur auðvelt fyrir mig.“ „Á ég að gera mér þessa afsökun að góðu? Æ, ég verð víst að gera það. Ég verð alltaf að sætta mig við allt. Með fallegt sár fæddist ég í heiminn; annan búnað hafði ég ekki.“ „Ungi vinur,“ segi ég, „mistök þín eru: þú hefur enga yfirsýn. Ég sem hef verið víðs vegar í öllum sjúkrastofum segi þér: Sár þitt er ekki mjög slæmt. Höggvið í krappt horn með tveimur hakahöggum. Margir bjóða fram síðu sína og heyra varla til hakans í skóginum hvað þá heldur að hann komi nálægt þeim.“ „Er það í raun og veru svona eða ertu að blekkja mig í sótthita mínum?“ „Það er raunverulega svona, taktu drengskaparorð héraðslæknis með þér yfirum." Og hann tók því og róaðist. En nú var kominn tími til að hugsa um björgun mína. Hestarnir stóðu enn tryggir á sínum stað. Fötum, loðfrakka og tösku var safnað saman í skyndi; ég vildi ekki eyða tíma í að klæðast; ef hestarnir hröðuðu sér eins og í ferðinni hingað stykki ég á vissan hátt úr þessu rúmi í mitt eigið rúm. Hlýðinn hopaði annar hesturinn frá glugganum; ég kastaði pinklin- um á vagninn; loðfrakkinn fór of langt, hann hékk aðeins á annarri 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.