Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 31
Fimm sögur
ustustúlkunni minni! Og þau koma, fjölskyldan og þorpsöldungarn-
ir og afklæða mig; skólakór með kennarann í broddi fylkingar
stendur fyrir framan húsið og syngur einkar einfalt lag við textann:
Afklæðið hann, þá mun hann lækna,
og lækni hann ekki, drepið hann þá!
þett’ er bara læknir, þett’ er bara læknir.
Síðan er ég afklæddur og horfi rólegur með fingurna í skegginu,
drúpandi höfði á fólkið. Eg er í fullkomnu jafnvægi og öllum
yfirsterkari og held því líka áfram enda þótt það stoði mig ekkert því
að nú taka þau undir höfuð mitt og fætur og bera mig í rúmið. Að
veggnum, þau leggja mig við hliðina á sárinu. Síðan fara þau öll út úr
stofunni; dyrunum er lokað; söngurinn hljóðnar; ský dregur fyrir
tunglið; hlý rúmfötin umlykja mig; eins og skuggar sveiflast hross-
höfuðin í gluggaopunum. „Veistu,“ heyri ég sagt í eyra mér, „ég ber
mjög lítið traust til þín. Enda var þér bara fleygt einhvers staðar,
kemur ekki á eigin fótum. I stað þess að hjálpa þrengirðu að mér á
dánarbeðnum. Helst vildi ég klóra úr þér augun.“ „Það er rétt,“ segi
ég, „það er skömm að þessu. En ég er nú læknir. Hvað á ég að gera?
Trúðu mér, það er ekki heldur auðvelt fyrir mig.“ „Á ég að gera mér
þessa afsökun að góðu? Æ, ég verð víst að gera það. Ég verð alltaf að
sætta mig við allt. Með fallegt sár fæddist ég í heiminn; annan búnað
hafði ég ekki.“ „Ungi vinur,“ segi ég, „mistök þín eru: þú hefur enga
yfirsýn. Ég sem hef verið víðs vegar í öllum sjúkrastofum segi þér:
Sár þitt er ekki mjög slæmt. Höggvið í krappt horn með tveimur
hakahöggum. Margir bjóða fram síðu sína og heyra varla til hakans í
skóginum hvað þá heldur að hann komi nálægt þeim.“ „Er það í raun
og veru svona eða ertu að blekkja mig í sótthita mínum?“ „Það er
raunverulega svona, taktu drengskaparorð héraðslæknis með þér
yfirum." Og hann tók því og róaðist. En nú var kominn tími til að
hugsa um björgun mína. Hestarnir stóðu enn tryggir á sínum stað.
Fötum, loðfrakka og tösku var safnað saman í skyndi; ég vildi ekki
eyða tíma í að klæðast; ef hestarnir hröðuðu sér eins og í ferðinni
hingað stykki ég á vissan hátt úr þessu rúmi í mitt eigið rúm.
Hlýðinn hopaði annar hesturinn frá glugganum; ég kastaði pinklin-
um á vagninn; loðfrakkinn fór of langt, hann hékk aðeins á annarri
261