Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar ekki eins og persóna í sögu eftir Kafka: sér rísa gegn sér geigvænleg og óskiljanleg öfl, flækist í myrkviði þeirra og missir tökin á raunveruleik- anum. Ekki hefur þetta dregið kjark úr gagnrýnendum. Þvert á móti, því þetta hljóðláta skáld, sem meira að segja vildi láta brenna verk sín og þagna alveg, hefur orðið sá höfundur okkar tíma sem einna mest er látið með af bókmenntafrömuðum. En jafnframt virðast verk hans (þó ekki séu þau mikil að ytri vöxtum) gleypa stóryrði þeirra fyrirvaralaust. Sögur Kafka eru völundarhús sem fræðimenn og aðrir lesendur streyma óaflátanlega inn í, finna endalausa rangala og meginsali, fá aldrei skilið neitt til fulls, enda kæmu þeir þa líklega ekki út aftur. En út koma þeir með niðurstöður jafnmargar lesendunum og raunar fleiri, allar út í hött og flestar má til sanns vegar færa. Þannig er veröld Kafka. — Gott dæmi um þetta má finna í einni af þekktustu bókunum um Kafka, Franz Kafka, der Kiinstler eftir Heinz Politzer. I upphafi fyrsta kafla birtir Politzer eina af hinum örstuttu dæmisögum Kafka, tíu línur að lengd. Afgangur kaflans, 25 síður, fer í að marglesa söguna og velta upp hinum ýmsu túlkunum á henni. Sagan virðist bókstaflega ótæmandi.4 Árið 1961 kom út skrá yfir bækur og ritgerðir um Kafka og voru þar taldir um fimm þúsund titlar.5 Vart er þar allt upp talið og þá hafði „Kafka-tískan“ svonefnda einungis staðið í hálfan annan áratug. Hún geisar enn og fræðimenn eru iðnir við kolann, en nýrri tölu hef ég ekki. I ljósi allrar þessarar skriffinnsku er það fátt og smátt sem stendur um Kafka hér, en þó er tímabært að dálítið sé fjallað um verk hans á íslensku.6 Viðbrögðin hafa síður en svo einskorðast við fræðimennina. Kafka hefur breytt heimsbókmenntunum. Ekki gefst hér tóm til að gera grein fyrir hinum víðtæku áhrifum hans, en meðal merkishöfunda sem þegið hafa drjúgan arf frá honum má nefna Camus, Sartre, Elias Canetti, Beckett, Borges og Nabokov. Ekki mun ég heldur fjölyrða um áhrif hans á íslenskar bókmenntir, en þau virðast til að mynda hafa verið allnokkur á sokkabandsárum módernismans hér á landi. Nefna má í fljótu bragði fyrstu bækur Thors Vilhjálmssonar og Stofnunina eftir Geir Kristjánsson. En „áhrif“ er afar hált hugtak innan bókmenntanna; áhrif berast eftir ýmsum leiðum og óútreiknanlegum. Til dæmis hefur verið haft eftir Svövu Jakobsdóttur að hún telji sig hafa orðið fyrir áhrifum af Villy Sorensen7 og er það ekki ólíklegt. Sá danski módernisti er hins vegar mjög mótaður af verkum Kafka, og ég er ekki frá því að 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.