Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 74
Tímarit Máls og menningar kynslóða: móður og dóttur, stjúpmóður og stjúpdóttur, ömmu og dótturdóttur, þær gömlu andspænis hinum ungu. Það er athyglisvert að hvert skeið í líkamlegum þroska konunnar einkennist í sögunni af mismunandi lærdómi, verklegri tækni sem verður að tileinka sér stig af stigi og í réttri röð. Saumaskapurinn heyrir kynþroskaskeiðinu til, matartilbúningurinn frjóseminni, þvotturinn barnsfæðingunum. Oll þessi kunnátta og tækni er í hinu hefðbundna bændasamfélagi í höndum kvennanna. Þessi þekking þeirra eða „menn- ingararfur" sem í sögunni er stillt upp andspænis „náttúrunni" (úlfurinn étur hrátt) verður konunum hvatning til að „ráða" sjálfar þessari þróun. Það hlutverk undirstrikar enn frekar hefðbundið sjálfstæði þeirra og vald yfir eigin örlögum. En ef hinar munnlegu sagnir verða skiljanlegar með hliðsjón af lífi bændafólks í byrjun aldarinnar, sem enn er hægt að kynna sér með þjóðháttarannsóknum í þorpunum á landsbyggðinni, þá vaknar sú spurning hvers vegna hin skrifaða saga Perraults hafi notið svo mikilla vinsælda. An þess að gera lítið úr hlutverki úlfsins má segja að áhersla munnlegu sagnanna á hlutverki kvennanna — sem sýnir mikilvægi þeirra í gamla bændasamfélaginu — sé andstæða við sögu Perraults þar sem öll athyglin beinist að því hvernig úlfurinn flekar litlu stúlkuna. Hvað hefur gerst sem veldur því að síðarnefnda gerðin hefur orðið almenningseign frekar en hinar? Hvers vegna varð þessi saga, þegar hún var skráð í lok 17. aldar, allt í einu aðvörun til lítilla stúlkna („Stúlkur mínar, varið ykkur á úlfinum") og hefur sem slík varðveist og dreifst um löndin fram á okkar daga? Munnlegu gerðirnar sem hafa allt annan boðskap („Ömm- ur, varið ykkur á dótturdætrunum") hafa aldrei náð út fyrir garðshliðin í sveitasamfélaginu, þær hafa aldrei komist inn í skólana eða á borð útgefendanna heldur lokast inni í dölunum í Nivernais, Forez, Velay og Dauphiné sem óaðskiljanlegur hluti af samfélagi sem dæmt er til að líða undir lok og virðast ekki eiga neitt erindi við samfélag nútímans. Fyrst má benda á að slík áherslubreyting er ekki neitt einsdæmi. Ein af sögum Perraults, „Prinsessan í svefnskóginum", segir t. d. frá stúlku sem fimmtán ára gömul stingur sig á snældu og sofnar af því. Hún er vakin af kóngssyni sem gerir henni tvö börn og skilur hana svo eftir hjá stjúpmóður sinni sem hefur mikinn áhuga á því að éta barnabörn sín og stjúpdóttur. Nú á tímum virðast allir hafa gleymt síðari þættinum sem þó er mjög fyrirferðarmikill og sagan er látin enda með tilkomu prinsins, sem ekki er einu sinni í samræmi við Perrault. Sömuleiðis mætti spyrja 304
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.