Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 27
Sveitalæknir
Ég var í miklum vanda staddur: áríðandi ferð var framundan;
fárveikur sjúklingur beið mín í þorpi í tíu mílna fjarlægð; mikill
snjóbylur fyllti víðan geiminn milli mín og hans; vagn hafði ég,
léttan, með stórum hjólum, alveg eins og þeir reynast bestir á
sveitavegum okkar; dúðaður loðfrakkanum, með áhaldatöskuna í
hendinni, stóð ég ferðbúinn í húsagarðinum; en hestinn vantaði,
hestinn. Hesturinn minn hafði drepist síðastliðna nótt, af ofreynsl-
unni á þessum harða vetri; þjónustustúlkan mín hljóp nú um þorpið
til að fá lánaðan hest; en það var vonlaust, ég vissi það og æ þaktari
snjó, æ óhreyfanlegri, stóð ég þarna í tilgangsleysi. Stúlkan birtist í
hliðinu, einsömul, sveiflaði ljóskerinu; auðvitað, hver lánar hest sinn
núna til slíkrar ferðar? Ég stikaði enn einu sinni yfir húsagarðinn; ég
sá engan möguleika; annars hugar í kvöl minni sparkaði ég með
fætinum í hrörlega hurð svínastíunnar sem ekki haíói verið notuð
árum saman. Hurðin laukst upp og slóst til á hjörunum. Hlýja og
lykt eins 0£ af hestum barst út. Dauft útihúsaljós sveiflaðist á snúru
þar inni. I ljós kom bláeygt opinskátt andlit karlmanns sem var
samanhnipraður í lágum skúrnum. „Á ég að spenna fyrir?“ spurði
hann og skreið fram á fjórum fótum. Ég var orðlaus og beygði mig
einungis til að sjá hvað stían hefði annað að geyma. Þjónustustúlkan
stóð við hlið mér. „Það er aldrei að vita hvaða hlutir eru til í eigin
húsi“, sagði hún og við hlógum bæði. „Hæ bróðir, hæ systir!“ hróp-
aði hestasveinninn og tveir hestar, voldug, búkþrekin dýr, með
fæturna þétt að skrokknum og vellöguð höfuðin hangandi líkt og úlf-
aldar, þrýstu sér hvor á eftir öðrum aðeins með sveigjuafli búksins
út um dyraopið sem þeir fylltu gjörsamlega út í. „Hjálpaðu honum,“
sagði ég og viljug stúlkan flýtti sér að rétta hestasveininum aktygin.
En vart var hún komin til hans þegar hestasveinninn grípur um hana
257