Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 27
Sveitalæknir Ég var í miklum vanda staddur: áríðandi ferð var framundan; fárveikur sjúklingur beið mín í þorpi í tíu mílna fjarlægð; mikill snjóbylur fyllti víðan geiminn milli mín og hans; vagn hafði ég, léttan, með stórum hjólum, alveg eins og þeir reynast bestir á sveitavegum okkar; dúðaður loðfrakkanum, með áhaldatöskuna í hendinni, stóð ég ferðbúinn í húsagarðinum; en hestinn vantaði, hestinn. Hesturinn minn hafði drepist síðastliðna nótt, af ofreynsl- unni á þessum harða vetri; þjónustustúlkan mín hljóp nú um þorpið til að fá lánaðan hest; en það var vonlaust, ég vissi það og æ þaktari snjó, æ óhreyfanlegri, stóð ég þarna í tilgangsleysi. Stúlkan birtist í hliðinu, einsömul, sveiflaði ljóskerinu; auðvitað, hver lánar hest sinn núna til slíkrar ferðar? Ég stikaði enn einu sinni yfir húsagarðinn; ég sá engan möguleika; annars hugar í kvöl minni sparkaði ég með fætinum í hrörlega hurð svínastíunnar sem ekki haíói verið notuð árum saman. Hurðin laukst upp og slóst til á hjörunum. Hlýja og lykt eins 0£ af hestum barst út. Dauft útihúsaljós sveiflaðist á snúru þar inni. I ljós kom bláeygt opinskátt andlit karlmanns sem var samanhnipraður í lágum skúrnum. „Á ég að spenna fyrir?“ spurði hann og skreið fram á fjórum fótum. Ég var orðlaus og beygði mig einungis til að sjá hvað stían hefði annað að geyma. Þjónustustúlkan stóð við hlið mér. „Það er aldrei að vita hvaða hlutir eru til í eigin húsi“, sagði hún og við hlógum bæði. „Hæ bróðir, hæ systir!“ hróp- aði hestasveinninn og tveir hestar, voldug, búkþrekin dýr, með fæturna þétt að skrokknum og vellöguð höfuðin hangandi líkt og úlf- aldar, þrýstu sér hvor á eftir öðrum aðeins með sveigjuafli búksins út um dyraopið sem þeir fylltu gjörsamlega út í. „Hjálpaðu honum,“ sagði ég og viljug stúlkan flýtti sér að rétta hestasveininum aktygin. En vart var hún komin til hans þegar hestasveinninn grípur um hana 257
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.