Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 73
Raudhetta í munnlegri geymd sem strengja lak yfir vatnið og hjálpa henni þannig yfir á hinn bakkann, til frelsisins. Ulfurinn ætlar að fara sömu leið en þá sleppa þær lakinu og hann drukknar. Þetta tvöfalda hlutverk þvottakvennanna, annars vegar að hjálpa stúlkunni yfir á rétta bakkann, hins vegar að drekkja úlfinum, samsvarar hlutverki þeirra í þorpssamfélaginu. „Að hjálpa fólki yfirum“ þ. e. að „hjálpa" börnunum inn í heiminn og öðrum útúr honum er — a. m. k. í Chátillonhéraðinu — hlutverk sömu persónu, gamallar konu sem kann jafn vel að fara með bleyjur og líkklæði, sem bæði þvær þeim nýfæddu og hinum látnu og er þannig eins konar þvottakona. Og þvottakonurnar hjálpa einmitt úlfinum að deyja en stúlkunni að lifa. Vistin í kofa ömmunnar hefur þannig öll einkenni vígsluathafnar sem líka sést á aðferðinni við að fara inn og út sem fyrst minnir á dauða, síðan fæðingu. Litla stúlkan er þar leidd í allan sannleik um framtíð sína sem kona og sú kennsla er bæði skipuleg og verkleg. A leiðinni þangað hefur hún kynnst saumaskapnum sem tilheyrir lífi hennar sem ungmey, í kofanum tekur hún við æxlunarhlutverki ömmunnar um leið og hún lærir að matbúa, en það er hlutverk eiginkvenna og mæðra. Þá kemur hin eiginlega kynlífsvígsla í örmum úlfsins og hjá þvottakonunum tileinkar hún sér loks hina þriðju kunnáttu kvenna, þvottinn, fæðingar- hjálpina, sem einkum er bundin við gömlu konurnar. Alltof vinsœll úlfur Sú litla hefur þannig ekki eytt tíma sínum til einskis í heimsókninni til ömmu sinnar. Utlærð í húshaldi og vígð til kynhlutverks síns getur hún farið heim aftur. Hafi hún „séð“ úlfinn er ekki lengur hægt að láta sér nægja þann boðskap sem fram kemur í hinni skrifuðu sögu Perraults; í þeirri sögu kvenlegra örlaga sem munnlega hefðin geymir er úlfurinn alls ekki eini áhrifavaldurinn. Sagan sýnir nefnilega hvernig hæfileikinn til æxlunar flyst frá konu til konu en flettir um leið ofan af þeim átökum sem því fylgja, samkeppni sem er svo hörð að leitt getur til algerrar eyðingar. Séu konur flokkaðar eftir þroskastigi líkama sinna leiðir það til sundrungar og ójafnaðar. E. t. v. er þar að finna aðalorsök þess að átök þeirra innbyrðis verða svo hörð. Mörg ævintýri taka upp þessa hlið á samskiptum kvenna, tilhneig- inguna að ryðja hver annarri úr vegi, hvort sem þar er um að ræða konur sömu kynslóðar (sbr. sögurnar um fölsku brúðina) eða konur ólíkra 303
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.