Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 49
Ég var í miklum vanda staddur stranga og óskiljanlega dómbákni Réttarhaldanna. Það dómbákn er öflugasta dæmið um þann ógnvekjandi raunveruleika sem persónur hans standa frammi fyrir, það samfélag sem þær skyndilega eru staddar í (ég minni þó í þessu sambandi líka á smásöguna „I refsinýlendunni"). Getum við greint þetta samfélag eitthvað nánar? Það kann að hljóma mótsagnakennt að vilja lesa einhvern veruleika gegnum „ógagnsæjan“ texta Kafka (sbr. orð mín að framan), en þetta hlýtur þó að gerast. Við spyrjum okkur hvort við könnumst nokkuð við það „kerfi“ sem birtist okkur í hinum gjörspillta, rotna og sóðalega dómstól. Ætli það ekki? Theodor Adorno telur að með sóðaskapnum hafi Kafka birt í um- hverfðri en réttri mynd, „hinn fínpússaða, skærglansandi síðkapí- talisma“, rýnt í „skítug fingraför valdsins sem orðið hafa eftir á skrautút- gáfu lífsbókarinnar. Enginn heimur gæti myndað aðra eins samfellu og sú kæfandi veröld sem hann þjappar saman í eina heild með angist smáborgarans; hún er rökum samkvæmt algjörlega lokuð og laus við merkingu eins og öll kerfi.“23 Sjálfur sagði Kafka eitt sinn að kapítalism- inn væri „kerfi hluta sem eru innbyrðis háðir“ á alla vegu, „Allt er hvað öðru háð, allt er í hlekkjum. Kapítalismi er visst ástand heimsins og sálarinnar."24 Þessi orð minna mann mjög á dómstólinn fræga. Ymsir hafa viljað heimfæra skáldveröld Kafka á það þjóðfélagskerfi sem hann þekkti af eigin reynd, gróskumikinn kapítalisma Habsborgara- stórveldisins með sínum fúnu innviðum. En aðrir telja hann hafa búið yfir vissu skáldlegu næmi á gang sögunnar, skynjað nánustu þróun mannsins á myndrænan hátt og túlkað þá skynjun í verkum sínum. Það sem Kafka sagði eitt sinn um Picasso á sannarlega við um hann sjálfan: „Listin er spegill sem ’flýtir sér’ eins og úr — stundum.“25 Sumir hafa tekið undir þau orð Klaus Mann að heiminum í verkum Kafka svipaði til veldis nasismans.26 En má ekki einnig sjá í honum líkingu með því ómanneskjulega kerfi, þeim afbakaða kommúnisma, sem reis í Austur- Evrópu eftir daga Kafka? I dag kunna ýmsir lesendur að sjá í baráttu Jósefs K. þau réttarhöld sem mannkynið stendur nú í gegn stórveldun- um, þar sem „raunveruleg sýkna“ kann að sýnast óhugsanleg en valið stendur á milli „sýndarsýknu“ og „frestunar“ svo vitnað sé í samtal Titorellis og Jósefs K. En raunverulegt afrek Kafka er að verk hans fjalla um allt það sem hér hefur verið talið og meira til. Það reynist vera mikill kostur að þau vísa ekki til neins takmarkaðs hluta eða tímabils af raunheimi okkar. Með texta sem er „ógagnsær" á einhlítan máta tekst Kafka að skapa breiða 279
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.