Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 69
Rauðhetta í munnlegri geymd sækjast eftir heldur líf hans. Dauði hans er meira að segja gerður að fyrirmynd: Svo leggst hann niður, augun á oss stara úr hans gini streymir blóðið rauða kveinkar sér aldrei, engra leitar svara augunum lokar, hljóður bíður dauða. (Alfred de Vigny: Dauði úlfsins) Ulfurinn er félagsvera sem lifir í hóp og það er einsemdin og hungrið sem gerir hann grimman. „Enginn úlfur etur upp annan“ og „svengd kennir vargi að sækja bráð“ segja máltækin. En engu að síður er hann og verður villidýr og kjötæta. „Illt er kyn í úlfi hverjum", „úlfur breytir hárum en ei háttum“. „Fá villidýr hafa verið okkur jafnnákomin og jafnhötuð og úlfurinn og því hefur skapast um hann fjöldi máltækja,“ skrifar Estienne Pasquier. Það er tvöfeldni hans og fals sem gera hann svo líkan manninum enda eru þeim síðarnefnda líka eignuð sams konar hamskipti, sbr. hinar algengu sögur af varúlfum, körlum og konum sem á nóttunni breytast í úlfa og leggja af stað í veiðiferð, gleypa þá alla sem á vegi þeirra verða, dýr og menn. Og án þess að fara útí smáatriði í goðsögnum um úlfa má nefna að á vissum dögum ársins hafa menn gjarnan klætt sig í gervi þeirra. Þekktur er Græni úlfurinn í Jumiéges og kjötkveðjuhátíðirnar þar sem úlfsgervið er afar vinsælt og svo algengt að svarta hálfgríman sem notuð er á grímuböllum yfirstéttarinnar heitir á frönsku „loup“. Þessar andstæður og hliðstæður í eðli úlfs og manns ákvarða stöðu hans sem óvinar, jafnvel innri óvinar mannsins, (er ekki oft úlfur í eigin fé?) Um leið sýna þær okkur eins og í spegli miskunnarleysið í mann- legum samskiptum yfirleitt — er ekki maðurinn varga verstur? En fyrir litlu stúlkunni er úlfurinn fyrst og fremst sá „óvinur“ sem lætur hana horfast í augu við sjálfa sig, sitt rétta eðli, hlutverk sitt sem konu. Hann tekur hönd hennar og vísar veginn og hún lætur leiðast, ekki sem fórnarlamb — hún samþykkir, hún er bara fávís — heldur eins og unnusta sem í blindni gengur örlögum sínum á vald og skref fyrir skref uppgötvar hlutskipti sitt í lífinu. Fyrst koma títuprjónarnir, þá kjötkáss- an og loks rúmið. Þessi örlög sem eru mótuð af honum og birtast hér í allri sinni grimmd gera konur að keppinautum, reka þær til að rífa hver aðra í sig og stefna þeim að lokum í gin úlfsins. 299 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.