Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 28
Tímarit Máls og menningar Olærður maður kannast ekki við hljómfall kastiljanskrar tungu. Þýðand- inn kannast hins vegar við það og þekkir hafi hann lært tunguna af öðru en bókum. Sú var tíðin að íslendingar lærðu aðeins tungumál af bókum og þekktu ekki annað hljómfall en móðurmáls síns, kunnu ekki að bera fram erlend tungumál. Taki slíkur maður sér fyrir hendur að þýða bókmennta- verk hyggst hann hvorki né getur fært hljómfall frumverksins á aðra tungu og þá glatast stór þáttur þess. Kannski er glötun tónsins ein ástæðan fyrir því að gamlar íslenskar þýðingar eru taldar vera góðar, sviptar hljómfalli ættlands síns og menningar. Þýðing á verki eins og Don Kíkóta er afar margbrotið og vandasamt starf, ekki bara vegna þess hvað það er langt og fornt, heldur líka það að engin hefð er hér á landi í því að þýða bækur úr kastiljönsku, þeirri tungu sem oftast er kölluð spænska. Sérhver þýðing úr tungunni er þess vegna brautryðjendastarf. Ef til væri spænsk-íslensk orðabók hefði höfundur hennar leyst ýmsan meginvanda fyrir þýðandann. I orðabókinni væri eflaust að finna hliðstæðar merkingar spænskra og íslenskra orða, eftir því sem slíkar hliðstæður eru til. Þýðandinn gæti flett upp í orðabókinni, ef hann lenti í vanda og orðminnið brygðist, en það hendir þýðanda oft einhverra hluta vegna og þarf hann þá að bíða þolinmóður uns undirmeðvitundin flytur honum nothæft orð. En í orðabók gæti hann flett upp og fundið vafaorðið. Sá er siður í orðabókum að gefa tvær eða þrjár merkingar við hvert erlent orð og þýðandinn getur valið eina þeirra. Ef lesandi fetti fingur út í þýðingu á orði gæti þýðandinn skotið sér á bak við orðabókarhöfundinn og sagt: Flettu bara upp í orðabókinni. Lesandinn drægi eflaust ekki í efa að orðabókarhöfundur fari með rétt mál. Um það efast varla nokkur maður, nemandi eða kennari. Vörn þýðandans væri því tekin gild. En við þýðingar getur þýðandinn sjaldnast annað en haft hliðsjón af orðabók, bein og gagnrýnislaus notkun hennar leiðir þýðandann út á villigötur og kreistir sálina úr textanum. Nú hefur þýðandi Don Kíkóta enga orðabók til að styðjast við, hann verður að semja sína eigin orðabók um leið og hann þýðir, í von um að hann hafi fundið setningunum hæfilega merkingu. En aldrei getur verið um að ræða að hann geri orðrétta þýðingu, orðrétt þýðing er bókmenntalega séð röng þýðing sem hefur glatað tilfinningalífi verksins og jafnvel orðanna sjálfra. Orðin lenda í því að verða eins og líkami sem sálin hefur farið úr. í orðastreyminu í huga þýðandans verður að vera andi verksins sem þarf helst að komast til skila um leið og efnið skiptir um ham, málbúning, en ekki um kyn. Don Kíkóti á enga hliðstæðu í íslenskum bókmenntum. Við eigum reyndar riddarasögur en þær eru með öðru móti og andblærinn annar en í 498
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.