Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 105
/.../
Þú liðast sundur, tími;
leggstu sem kuml á ótta minn.
Ljóðin „Veður og orð“ (32) og
„Hjartafrost“ (15) eiga margt sameigin-
legt. Þau lýsa máttvana mannlegri
þjáningu, einangrun hugsana og til-
finninga og þau nota bæði vetrarmynd-
mál til þess:
/.../
vetur úr veðrum byggi,
vef klæði úr orðum;
fornum frosnum orðum.
Að vefa sér klæði úr fornum frosnum
orðum er viðbragð við þeim vetri sem
ríkir í samskiptum manna. Að vísu veita
slík klæði skjól en þau eru líka
spennitreyja — og leiðin til manna er
jafnkolófær eftir sem áður.
I mörgum ljóðum Spjótalaga á spegil
beitir Þorsteinn þeirri aðferð í myndmáli
að myndsvið og sá veruleiki sem það
vísar til renna saman. Maðurinn er alltaf
mælikvarði, náttúran endurspeglar hug-
arástand hans. I „Hjartafrosti" er ein-
föld vetrarmynd einungis rofin með því
að kalla snjóinn „þúnglyndið hvíta“ og
láta ljóðið skírskota beint til mannsins.
Frostið tekur að valda lesanda ein-
kennilegum kvíða — og nákomnar verða
þessar dapurlegu vorleysingar:
Þúnglyndið hvíta byrgir
þyrsta jörðina, frystir
vor sem bjóst til að vakna.
Skáldskapur og veruleiki
Ljóðin í Spjótalögum á spegil eru ekki
bara skáldskapur um illa haldinn veru-
leika, þau pæla líka í sjálfum sér, mætti
Umsagnir um bakur
orða, gildi skáldskaparins, skáld-
skapnum í veruleikanum. I Ijós kemur
að álíka illa er komið fyrir skáld-
skapnum og öðru í mann- og jarðlífi.
Vonin um frelsun frá ósköpunum er
sjaldan og þá jafnan með hiki bundin
honum. Dísin í „Dísinni" (10) hefur
glatað því frelsandi afli sem hún réð áður
yfir og túlka má sem skáldskap eða aðra
list:
Flaug ég um fold og víði,
fögnuði laust í drúngað skap;
stafur minn, steinbúasmíði,
/. . ./
Brotinn er sprotinn blái,
bregðast mér dverganna hamarsgrip;
líka er sem ég sjái
sundruð í naustum þeirra skip —
og sú er mér römmust raunin.
Svipuð, skörp skil skáldskapar í nútíð og
fortíð koma fram i „Fuglamáli" (8).
Ljóðmælandi segist forðum hafa numið
fuglamál. I nútíð ljóðsins er sú þekking
einangruð og gagnslaus:
Þó sit ég enn og safna viðaukum
sönnum og lognum
á snösinni hjá fuglunum —
laungu flognum.
Fuglamálið er — eins og listin — sá
leyndardómur sem menn þurfa að erfiða
við að kynnast og njóta. E.t.v. er það sá
skáldskapur sem varð til í heilsteyptum
heimi — forðum — og kunni að fást við
veruleikann, skilja hann, „lykja hann
traustum orðum“. Það kemur svo ágæt-
lega heim við þann veruleika sem lýst er
í Spjótalögum á spegil að nú geti skáld-
skapurinn þetta ekki lengur, menn hlusti
heldur ekki á skáldskap meir, séu flognir
575