Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 75
Njörður P. Njarðvík Menningarhlutverk ríkisútvarps Því má hiklaust líkja við íslenska menning- arbyltingu þegar Ríkisútvarpið hóf starf- semi sína, og nú er sennilega ógerningur að meta þá miklu breytingu á högum fólks, enda munu ýmsir trúlega eiga erfitt með að skilja hana. En mér hefur sagt fólk sem upplifði fyrstu útsendingar útvarpsins, að þær stundir gleymist aldrei. Þá hafi í raun vaknað ný tilfinning hvers manns fyrir stöðu sinni innan þjóðarheildar, innan þjóð- ar sem væri ein heild þrátt fyrir strjálar byggðir og erfiðar samgöngur. Ég upplifði ekki fyrstu stundir Ríkisút- varpsins, en Ríkisútvarpið hefur fyllt stund- ir lífs míns frá því að ég man eftir mér. Við sem fæddumst og ólumst upp í einangruð- um byggðum landins, getum þakkað út- varpinu fyrir að færa okkur heiminn, þekkingu, menningu og listir. Útvarpið var okkur allt í senn tónleikasalur, leikhús og skólastofa, þar sem fræðslan var yfirgrips- meiri og frjálslegri en í hinni hversdagslegu skólastofu okkar. Stjómendur Ríkisútvarpsins hafa löngum lagt mikla áherslu á þetta forystuhlutverk í menningarlífi þjóðarinnar. í ræðu á 10 ára afmæli Ríkisútvarpsins 20. desember 1940 líkir Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri starf- semi útvarpsins við brúarsmíð er geti flutt heimili landsmanna undir eitt þak. Og í viðtali við Útvarpstíðindi í desember 1941 kallar Magnús Jónsson prófessor stofnun- ina menningarmiðstöð og andlega lyfti- stöng þjóðarheildarinnar. Af þessu má ljóst vera, að þeir sem veittu Ríkisútvarpinu forystu, litu ekki á það ein- ungis sem hverja aðra ríkisstofnun er gegna skuli nauðsynlegu og hversdagslegu hlut- verki, heldur sem eins konar hugsjón. Það er sú hugsjón sem felur í sér eilífa þrá eftir þeirri fegurð sem lyftir skynjun mannsins, hugsjón sem felur í sér þá trú að þekking- arleit hafi tilgang í sjálfu sér af því að hún leiði til aukins þroska, hugsjón sem felur í sér þá von að frumleg, skapandi hugsun auki í senn víðsýni og innsæi. Hugsjón Ríkisútvarpsins var því í stuttu máli að efla þekkingu, menntun og listskynjun íslensku þjóðarinnar. En nú er okkur sagt að við lifum á öðrum og breyttum tímum þar sem hugsjónir séu í litlum metum, þær séu lítið annað en bama- skapur í hörðum veruleika þar sem menn festa ekki augu á ósýnilegum verðmætum heldur hlutunum sjálfum, eins og sagt er, hinum áþreifanlegu verðmætum — verð- mætum sem mölur og ryð fá grandað. Þá ber þess að gæta, að slíkur veruleiki, þótt TMM 1992:2 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.