Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 75
Njörður P. Njarðvík
Menningarhlutverk ríkisútvarps
Því má hiklaust líkja við íslenska menning-
arbyltingu þegar Ríkisútvarpið hóf starf-
semi sína, og nú er sennilega ógerningur að
meta þá miklu breytingu á högum fólks,
enda munu ýmsir trúlega eiga erfitt með að
skilja hana. En mér hefur sagt fólk sem
upplifði fyrstu útsendingar útvarpsins, að
þær stundir gleymist aldrei. Þá hafi í raun
vaknað ný tilfinning hvers manns fyrir
stöðu sinni innan þjóðarheildar, innan þjóð-
ar sem væri ein heild þrátt fyrir strjálar
byggðir og erfiðar samgöngur.
Ég upplifði ekki fyrstu stundir Ríkisút-
varpsins, en Ríkisútvarpið hefur fyllt stund-
ir lífs míns frá því að ég man eftir mér. Við
sem fæddumst og ólumst upp í einangruð-
um byggðum landins, getum þakkað út-
varpinu fyrir að færa okkur heiminn,
þekkingu, menningu og listir. Útvarpið var
okkur allt í senn tónleikasalur, leikhús og
skólastofa, þar sem fræðslan var yfirgrips-
meiri og frjálslegri en í hinni hversdagslegu
skólastofu okkar.
Stjómendur Ríkisútvarpsins hafa löngum
lagt mikla áherslu á þetta forystuhlutverk í
menningarlífi þjóðarinnar. í ræðu á 10 ára
afmæli Ríkisútvarpsins 20. desember 1940
líkir Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri starf-
semi útvarpsins við brúarsmíð er geti flutt
heimili landsmanna undir eitt þak. Og í
viðtali við Útvarpstíðindi í desember 1941
kallar Magnús Jónsson prófessor stofnun-
ina menningarmiðstöð og andlega lyfti-
stöng þjóðarheildarinnar.
Af þessu má ljóst vera, að þeir sem veittu
Ríkisútvarpinu forystu, litu ekki á það ein-
ungis sem hverja aðra ríkisstofnun er gegna
skuli nauðsynlegu og hversdagslegu hlut-
verki, heldur sem eins konar hugsjón. Það
er sú hugsjón sem felur í sér eilífa þrá eftir
þeirri fegurð sem lyftir skynjun mannsins,
hugsjón sem felur í sér þá trú að þekking-
arleit hafi tilgang í sjálfu sér af því að hún
leiði til aukins þroska, hugsjón sem felur í
sér þá von að frumleg, skapandi hugsun
auki í senn víðsýni og innsæi. Hugsjón
Ríkisútvarpsins var því í stuttu máli að efla
þekkingu, menntun og listskynjun íslensku
þjóðarinnar.
En nú er okkur sagt að við lifum á öðrum
og breyttum tímum þar sem hugsjónir séu í
litlum metum, þær séu lítið annað en bama-
skapur í hörðum veruleika þar sem menn
festa ekki augu á ósýnilegum verðmætum
heldur hlutunum sjálfum, eins og sagt er,
hinum áþreifanlegu verðmætum — verð-
mætum sem mölur og ryð fá grandað. Þá
ber þess að gæta, að slíkur veruleiki, þótt
TMM 1992:2
73